Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 2

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 2
Kæri bókaunnandi O kkar einstaka jólabókaflóð er brostið á. Nýjar bækur renna nánast á færibandi út úr prentsmiðjum og fylla hillur og borð bókaverslana. Umfangið er mikið og það getur verið erfitt að henda reiður á öllum þeim fjölda nýrra og áhugaverðra bóka sem út koma á þessum tíma ársins. Að ekki sé nú minnst á allar þær bækur sem komið hafa út fyrr á árinu og eiga fullt erindi til lesenda á hvaða árstíma sem er. Vonandi eru okkar árlegu Bókatíðindi þér kærkomin til að auðvelda valið úr útgáfuflóru ársins. Síðustu ár hefur mikil gróska og fjölbreytni einkennt íslenska bókaútgáfu. Svo mikil að það vekur athygli langt út fyrir landsteinana hversu margar bækur eru gefnar hér út. Reyndar er það staðreynd að hér á landi er að finna eitt hæsta hlutfall nýrra titla sem gefnir eru út árlega miðað við höfðatölu. Á alþjóðlegum vettvangi bókaútgefenda erum við oft beðin um að gefa skýringar á þessu. Þær liggja ansi djúpt í sögu okkar, menningu og sagnahefð. Sú ríka þörf okkar og hefð langt aftur í aldir að segja sögur og miðla þeim til annarra í bókarformi er hreinlega hluti af erfðamengi okkar. Góðar viðtökur bókaunnenda, einlægur áhugi og þörf fyrir nýtt lesefni á ári hverju er svo vindurinn sem gefur okkur stöðugan byr í seglin. Það er einlæg ósk okkar að í þessum Bókatíðindum finnir þú lesefni til að fylgja þér og þínum fram á nýtt ár. Um leið minnum við á vefinn okkar bokatidindi.is. Þar finnur þú allar upplýsingar prentuðu útgáfunnar og meira til. Jafnframt viljum við vekja athygli lesenda á því að eldri útgáfur Bókatíðinda eru nú aðgengilegar á timarit.is. Elstu samantektir ársútgáfunnar ná allt aftur til 1890 en ritið gekk undir nafninu Bókaskrá Bóksalafélags Íslands fram á áttunda áratug síðustu aldar. Megir þú og allir þínir eiga gefandi og gleðileg íslensk bókajól! Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Undir kápumyndum allra bóka má nú finna tákn sem vísa til útgáfu- forms. Táknskýringar má finna neðst á öllum kynningarblaðsíðum. GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók – allar blaðsíður úr hörðum pappír HLB Hljóðbók IB Innbundin bók – kápuspjöld úr hörðum pappír KIL Kilja RAF Rafbók SVK Sveigjanleg kápa – líkt og kilja en í annarri stærð Merking tákna í Bókatíðindum BÓKATÍÐINDI 2023 Útgef andi: Félag íslenskra bóka út gef enda Bar óns stíg 5 101 Reykja vík Sími: 511 8020 Netfang: fibut@fibut.is Vef ur: www.bokatidindi.is Hönn un kápu: Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson Ábm.: Bryndís Loftsdóttir Upp lag: 35.000 Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf., umhverfisvottað fyrirtæki ISSN 1028-6748 Efnisyfirlit Barna- og ungmennabækur Myndríkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Skáldverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Unglingabækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Teiknimyndasögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Skáld verk Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 Ljóð og leikhandrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Ævi sög ur og end ur minn ing ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Fræðirit, frásagnir og handbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Hannyrðir og matreiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Íþróttir og útivist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Náttúra, dýralíf og landshættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn . . . . . . . . . . . . . . . . 67 B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.