Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 66

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 66
SVK Hundrað og þrjú ráð fyrir lífið Gagnlegar ráðleggingar úr Biblíunni til að lifa góðu lífi Höf: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Lífsviska og hollráð í frásögum Biblíunnar og orðum Jesú eru sett fram með orðum hversdagsins í 103 köflum og hugleitt hvernig þau geta nýst nútímafólki. Ráð eins og „Varðveit hjarta þitt öllu fremur því að þar eru uppsprettur lífsins“ (Úr Davíðssálmum) „Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar“ (úr Efesesusbréfinu). 280 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Kjarni kristinnar trúar Höf: C. S. Lewis Þýð: Andrés Björnsson og Þóra Ingvarsdóttir Bókin er aðgengileg umfjöllun um það sem kristið fólk trúir og ein hin vinsælasta sinnar tegundar. Hún er safn einstakra útvarpserinda sem flutt voru í síðari heimsstyrjöldinni. Höfundur setur fram kraftmikil rök til varnar kristinni trú á þann hátt sem höfðar til trúaðs fólks jafnt sem vantrúaðs. 192 bls. Salt útgáfufélag IB Kynlegt stríð Ástandið í nýju ljósi Höf: Bára Baldursdóttir Þegar breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 kviknuðu miklar áhyggjur af samgangi ungra íslenskra kvenna og hermannanna. Yfirvöld njósnuðu um mikinn fjölda stúlkna og fullveðja kvenna sem taldar voru ógna íslenskri menningu og þjóðerni. Einstök bók um örlagatíma í sögu þjóðarinnar. 207 bls. Bjartur IB Kyrrðarlyklar Höf: Bylgja Dís Gunnarsdóttir Myndh: Angela Árnadóttir Kyrrðarlyklar eru 86 spjöld sem veita stuðning við ástundun tveggja bænaaðferða sem eiga rætur í hugleiðsluhefð kristinnar trúar. Þær eru Kyrrðarbæn sem fer fram í þögn og Lectio Divina þar sem beðið er með ritningarvers að leiðarljósi. Regluleg ástundun hefur umbreytandi áhrif sem felur meðal annars í sér meiri sjálfsþekkingu og innri frið. 200 bls. / klst. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Samfélag eftir máli Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi Höf: Haraldur Sigurðsson Þetta er skipulagssaga Reykjavíkur og bæja og þorpa á Íslandi á 20. öldinni. Þetta er saga átaka og hugsjóna, saga hugmynda og nýrra strauma, en fyrst og fremst saga þjóðar á miklum umbrotatímum. Ritið er með gagnrýnum undirtóni og byggir á áralangri rannsókn og víðtækri reynslu höfundar af skipulagsmálum. 538 bls. Sögufélag Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi IB RAF Ástin, trú og tilgangur lífsins Höf: Sigurður Árni Þórðarson Í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Árna Þórðarsonar þann 23. desember kemur nú út glæsileg stórbók með íhugunum hans helstu kennidaga ársins. Sigurður Árni hefur starfað sem prestur og fræðimaður og verið einn kunnasti kennimaður Íslendinga síðustu áratugi. Hann flutti prédikanirnar í þessari bók í Neskirkju og Hallgrímskirkju á árunum 2003–23. 448 bls. Veröld SVK Bati frá tilgangsleysi Höf: Bjarni Karlsson Maðurinn er eina dýrið sem getur dáið úr tilgangsleysi. Hvað er að hjá okkur mannfólkinu? Hér fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun um það sem skiptir máli í dag, að taka ábyrgð gagnvart umhverfi og mennsku. 224 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið SVK Dag í senn - ný endurbætt útgáfa Hugleiðingar fyrir hvern dag ársins Höf: Karl Sigurbjörnsson Hollt og nærandi veganesti fyrir hvern dag ársins. Stuttar og grípandi íhuganir miðla von í önnum hversdagsins. Þær eru bornar uppi af reynslu, kærleika, glaðværð og glettni. Höfundur vitnar um kristna trú af einbeitni og hispursleysi. 544 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Fornihvammur Höf: María Björg Gunnarsdóttir Fornihvammur er sögufrægur áningarstaður á leiðinni yfir Holtavörðuheiði. Saga þessa merka staðar að fornu og nýju er hér rakin allt til ársins 1977 þegar byggð lagðist af. Höfundur ólst sjálf upp í Fornahvammi og þekkir þar vel til. 200 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa66 Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.