Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 28
IB
Læknir verður til
Höf: Henrik Geir Garcia
Í skáldsögunni er skyggnst á bak við tjöldin
innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum sem
svipar um margt til þess sem við þekkjum hér
á landi. Með blöndu raunverulegra frásagna og
skáldskapar spyr sagan áleitinna spurninga jafnt
um stöðu og framtíð heilbrigðismála.
230 bls.
Króníka
IB
Löngu horfin spor
Njósnari nasista á Íslandi?
Höf: Guðjón Jensson
Í þessari skáldsögu er fjallað um örlög ungs Þjóðverja,
Carls Reichsteins, sem kom hingað til lands árið
1937 til að kenna Íslendingum svifflug. Hann lést á
dularfullan hátt tæpu ári eftir komu sína til landsins.
Andlát hans var aldrei rannsakað til hlítar en ótal
margar spurningar vakna við lesturinn.
352 bls.
Skrudda
IB
Maðurinn frá São Paulo
Frá handhafa Blóðdropans 2022.
Höf: Skúli Sigurðsson
Spennusaga um launmorð, njósnir og nasista á flótta.
Í þessari annarri bók sinni fléttar Skúli Sigurðsson
skáldskap saman við sögulega atburði og raunverulegar
persónur svo úr verður magnaður hildarleikur – sem
heldur lesendum í heljargreipum til síðustu síðu.
432 bls.
Drápa
IB
Maður í eigin bíómynd
Höf: Ágúst Guðmundsson
Árið er 1949. Ingmar Bergman, 31 árs gamall
og fimm barna faðir, fer til Suður-Frakklands að
skrifa kvikmyndahandrit. Það veldur uppnámi í
hjónabandinu. Í sólinni fer handritið æ meir að
fjalla um þetta stormasama hjónaband.
153 bls.
Ormstunga
KIL
Málleysingjarnir
Ný og endurskoðuð útgáfa
Höf: Pedro Gunnlaugur Garcia
Málleysingjarnir, fyrsta skáldsaga höfundar, er
óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum
og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst
út árið 2019. Hún kemur hér í nýrri og
endurskoðaðri útgáfu. Pedro Gunnlaugur
Garcia hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin
árið 2022 fyrir skáldsögu sína Lungu.
434 bls.
Bjartur
SVK
Kyrr kjör
Höf: Þórarinn Eldjárn
Fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns endurútgefin
með nýjum eftirmála Bergsveins Birgissonar.
Söguleg og þjóðsöguleg skáldsaga frá 1983
byggð á ævi kraftaskáldsins Guðmundar
Bergþórssonar (1657-1705). Þrátt fyrir
fátæktarbasl og erfiða líkamlega fötlun náði
Guðmundur miklum áhrifum og vinsældum sem
eitt afkastamesta rímnaskáld allra tíma.
190 bls.
Gullbringa ehf.
IB RAF
Land næturinnar
Höf: Vilborg Davíðsdóttir
Eftir þungt áfall á Íslandi hafa örlögin beint Þorgerði
í faðm Herjólfs kaupmanns sem er á leið með
varning sinn austur til Garðaríkis. Þar bíða þeirra
launráð og lífsháski og brátt skilur Þorgerður að
það getur krafist meira hugrekkis að lifa en deyja.
Áhrifarík og æsispennandi saga að hætti Vilborgar,
ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu.
329 bls.
Forlagið - Mál og menning
SVK
Lexíurnar
stafrófskver
Höf: Magnús Sigurðsson
Hér er tekið mið af bókmenntaformi stafrófskveranna
gömlu, kennslubóka sem höfðu það hlutverk
að vígja börn og ungmenni inn í töfraheima
leslistarinnar. Með óvanalegum verkum sem
leika á mörkum hins uppdiktaða og sanna,
skáldskapar og fræða, hefur höfundurinn skapað
sér sérstöðu í íslenskum bókmenntum.
185 bls.
Dimma
IB
Lindarbrandur
Höf: Hjálmar Þór Jensen
Lindarbrandurinn hefur staðið fastur í svörtum
steini svo árþúsundum skiptir. Þegar sverðið hverfur
svo með dularfullum hætti bendir allt til þess að
Malena hafi tekið það...en hvar er hún?
Amma hennar Rúna og málaliðinn Hervar hefja
leit að henni - því hver ætti annars að gera það?
Bókasamlagið
IB
Litir í myrkrinu
Höf: Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir
Áratugum saman hefur Þórunn dvalið á Kleppi
vegna sálarmeins sem gróf hægt en örugglega
undan tilveru hennar og lífsvilja. Umhverfið
er hávaðasamt og krefjandi, herbergisfélagar
óútreiknanlegir og einangrunin mikil.
255 bls.
Króníka
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa28
Skáldverk ÍSLENSK