Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 37

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 37
KIL Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni Höf: Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Þótt Carmen hafi bjargað bókabúðinni frá gjaldþroti síðustu jól er staðan enn tvísýn. Að auki er enginn hægðarleikur að finna húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fátækan bóksala. En Edinborg er ævintýraborg og aldrei að vita hvaða tækifæri leynast í iðrum hennar. Ekta jólabók eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan. 364 bls. Angústúra KIL Miðnæturrósin Höf: Lucinda Riley Þýð: Herdís H. Húbner Sagan segir frá einstöku lífshlaupi Anahitu Chaval, frá upphafi tuttugustu aldar til dagsins í dag. Lesandinn kynnist fjórum kynslóðum í tveimur ólíkum menningarheimum, glitrandi höllum fursta á Indlandi og höfðingjasetrum á Englandi. Lucinda Riley sló í gegn með bókaflokknum um systurnar sjö, þetta er hennar fyrsta sjálfstæða skáldsaga á íslensku. 612 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Mæður og synir Höf: Theodor Kallifatides Þýð: Hallur Páll Jónsson Theodor Kallifatides heldur hér sínu striki og er sjálfur í miðju frásagnarinnar. Að þessu sinni fer hann frá Svíþjóð til gamla heimalandsins, Grikklands, og heimsækir móður sína á tíræðisaldri í Aþenu. Um leið rifjar hann upp endurminningar föður síns og tengir uppruna- og ættarsögu við samtal þeirra mæðgina um lífið og tilveruna. 239 bls. Dimma KIL Nokkuð óvenjulegur lögmaður Höf: Yves Ravey Þýð: Jórunn Tómasdóttir Frú Rebernak vill ekki veita frænda sínum skjól þegar honum er sleppt úr fangelsi. Hann hafði setið inni í fimmtán ár sakaður um nauðgun á lítilli stúlku. Hún óttast að hann kunni að gera dóttur hennar mein. Hún leitar því ráða hjá Montussaint lögmanni sem hafði verið henni innan handar eftir að maður hennar dó. 122 bls. Ugla KIL Lokasuðan Höf: Torgny Lindgren Þýð: Heimir Pálsson Torgney Lindgren heldur áfram sagnagerð sinni um heim bernskuslóðanna í Vesturbotni í Norður- Svíþjóð. Nú með aðstoð sögumanns sem hefur lifað ellina af og er kominn á aðra öld ... 269 bls. Ugla KIL Makaskiptin Höf: Robyn Harding Þýð: Sigurlína Davíðsdóttir Makaskiptin er hörkuspennandi bók úr smiðju kanadíska rithöfundarins Robyn Harding. Það sem átti að vera græskulaust gaman og saklaust hliðarskref tveggja para vindur upp á sig með afdrifaríkum afleiðingum. 332 bls. / klst. Bókafélagið KIL RAF HLB Malibu brennur Höf: Taylor Jenkins Reid Þýð: Sunna Dís Másdóttir Það er komið að árlegu sumarlokapartíi Ninu Riva og tilhlökkunin er næstum áþreifanleg enda vilja allir vera í návist Riva-systkinanna fjögurra. Þegar óvæntur gestur skýtur upp kollinum fer allt á annan endann og á miðnætti er partíið algjörlega farið úr böndunum. Ógleymanleg fjölskyldusaga. 348 bls. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Mánasystirin Fimmta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Höf: Lucinda Riley Þýð: Arnar Matthíasson Eftir dauða Pa Salt, milljarðamæringsins sem ættleiddi sex dætur allsstaðar að úr heiminum, lætur ein þeirra, Tiggy D’Aplièse, innsæið ráða og flytur á afskekktan stað í skosku hálöndunum til að hugsa um villt dýr á landareign héraðshöfðingjans fjallmyndarlega Charlie Kinnaird sem er í óhamingjusömu hjónabandi og á í baráttu um landareignina. 612 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur Höf: Lydia Davis Þýð: Berglind Erna Tryggvadóttir Úrval sagna eftir Lydia Davis, einn frumlegasta og virtasta rithöfund Bandaríkjanna. Sögurnar eru hnyttnar og átakanlegar í senn og einkennast af glettni og innsæi. Viðfangsefnin eru margvísleg: Barneignir, vínkjallarar og tryggingar, hvort sælla sé að gefa en að þiggja, forsendur langlífis, fiskiát heima við eða á veitingastöðum og gæði vináttu. 220 bls. Benedikt bókaútgáfa Ekki vera bóklaus á jólanó góð gjöf Bóksala stúdenta, boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 37GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.