Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 40

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 40
KIL Þannig var það Höf: Jon Fosse Þýð: Kristrún Guðmundsdóttir Þannig var það er nýtt leikrit eftir hinn nafnkunna, norska rithöfund Jon Fosse sem nú hefur hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Aldraður maður íhugar líf sitt og sögu við leiðarlok. Hann veltir fyrir sér stöðu sinni í dag og hvort lífsferillinn hafi verið sá sem hann vildi. „Ég sóaði lífi mínu / í þessar myndir / í þessi málverk .“ 55 bls. Espólín forlag KIL RAF HLB Þriðja röddin Höf: Cilla Börjlind og Rolf Börjlind Þýð: Hilmar Helgu- og Hilmarsson Í Stokkhólmi finnst starfsmaður hjá Tollinum hengdur heima hjá sér. Lögreglan úrskurðar að um sjálfsmorð sé að ræða en þegar Olivia Rönning dregst inn í málið áttar hún sig á að ekki er allt sem sýnist. Og allt í einu er hún, þvert gegn vilja sínum, komin á kaf í morðrannsókn sem teygir anga sína til Frakklands en líka á óvænta staði nær henni. 512 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Þýsk sálumessa Höf: Philip Kerr Þýð: Helgi Ingólfsson Bernie Gunther berst við fláráða herforingja, laumunasista og kommúnista í rústum Evrópu rétt eftir seinna stríð. Einstakar sakamálasögur Philips Kerr hafa fyrir löngu öðlast heimsfrægð og birtast nú íslenskum lesendum í vönduðum þýðingum Helga Ingólfssonar rithöfundar. 436 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Tíundi maðurinn Höf: Graham Greene Þýð: Árni Óskarsson Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar. 182 bls. Ugla KIL Ungi maðurinn Höf: Annie Ernaux Þýð: Rut Ingólfsdóttir Í þessari litlu bók segir Nóbelsskáldið Annie Ernaux í fáum orðum eftirminnilega sögu af sambandi sínu við mann sem var þrjátíu árum yngri en hún. Meðan á sambandinu stóð fannst henni sem hún væri aftur orðin unglingsstelpan sem olli hneykslun endur fyrir löngu. 48 bls. Ugla KIL Veðrafjall Höf: Liza Marklund Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Í miðjum Jónsmessufagnaði í bænum Stenräsk flýtur lík upp úr Köldumýri. Í fyrstu er talið að þetta sé lík eiginkonu lögreglustjórans Wikings Stormberg sem hafði horfið fyrir mörgum árum. En svo kemur í ljós að líkið er af karlmanni. Það hafði verið fest við botn mýrinnar með stiku í gegnum hjartað – eins og í vampírusögu. 284 bls. Ugla KIL RAF HLB Verity Höf: Colleen Hoover Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Rithöfundurinn Lowen Ashleigh er í fjárhagskröggum þegar hún fær tilboð sem hún getur ekki hafnað. Jeremy Crawford, eiginmaður metsöluhöfundarins Verity Crawford, ræður Lowen til að klára síðustu bækurnar í afar vinsælum bókaflokki sem rúmföst eiginkona hans er ekki fær um að ljúka. 330 bls. / klst. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL RAF HLB Violeta Höf: Isabel Allende Þýð: Sigrún Á. Eiríksdóttir Violeta fæðist í Chile árið 1920 og allt sitt líf berst hún fyrir sjálfstæði sínu. Örlög hennar mótast af byltingum, kúgun, frelsisbaráttu og ekki síst baráttu kvenna gegn ofbeldi. Margbrotin og ómótstæðileg skáldsaga, byggð á sögu móður Isabel Allende, um ríkidæmi og fátækt, djúpan harm og óbilandi ást. 377 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa40 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.