Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 42
SVK
Fuglamjólk
Höf: Steinunn Ásmundsdóttir
Í sjöundu ljóðabók sinni heldur Steinunn
Ásmundsdóttir uppteknum hætti og yrkir af
næmleika og skilningi um líf og tíma, tengsl við
náttúruna, ójöfnuð og firringu, en fyrst og fremst um
manneskjuna sjálfa í flóknum vefnaði tilverunnar.
115 bls.
Dimma
KIL
Grænir Grasadraumar
Höf: Brynhildur María Ragnarsdóttir
Bókin er vísun í orðatiltækið "grasið er alltaf grænna
hinumegin" og gagnrýni á kapítalískt samfélag,
heimspekilegar pælingar um Dauðann, dagdrauma
og tengingu mannfólksins við náttúruna.
64 bls.
Brynhildur María Ragnarsdóttir
IB
Austfirsk ljóðskáld
Handan blárra fjalla
Höf: Iðunn Steinsdóttir
Iðunn Steinsdóttir hefur stundað ljóðagerð frá
unga aldri og varð snemma þekkt fyrir vandaða
söngtexta sína. Hún er þekktur rithöfundur og hefur
skrifað jafnt fyrir unga sem eldri lesendur, meðal
annars vinsæl leikrit. Hér birtist fyrsta ljóðabók
Iðunnar og geymir úrval kveðskapar hennar.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skrifar inngang.
111 bls.
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
KIL
Harmaborgin
Ljóð úr kirkjugarði
Höf: Helgi Jónsson
Efni þessara ljóða, sem er fremur dulúðlegt, á
sér stað á friðsælum reit, kirkjugarði, sem getur
tekið á sig hrollvekjandi myndir þegar svo ber
undir. Flest eru ljóðin fram sett af nokkurri
mildi, með undantekningum, og stemning arnar
ná að snerta huga og hjarta lesandans.
128 bls.
Bókaútgáfan Tindur
SVK
Hlustum frekar lágt
Höf: Þórarinn Eldjárn
Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest
þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun
fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars
fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku
kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet
snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með
vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum.
47 bls.
Gullbringa ehf.
SVK
Eina hverfula stund
Höf: Njörður P. Njarðvík
Bók sem geymir hugnæm og djúpskyggn ljóð sem
fá lesandann til að staldra við og hugleiða tímann
og mannsævina, eilífðina og andartakið. Þetta
er sjötta ljóðabók Njarðar en hálf öld er nú liðin
síðan sú fyrsta kom út. Hann hefur á sextíu ára
höfundarferli sent frá sér frumsamdar bækur af
ýmsu tagi og fjölda þýðinga, ekki síst á ljóðum.
45 bls.
Forlagið - Iðunn
KIL
Einræður
Ljóð
Höf: Finnur Torfi Hjörleifsson
Höfundur sem er íslenskufræðingur og lögfræðingur
hefur sent frá sér fjölda bóka, kennslubækur, barnabók
og endurminningar, auk nokkurra ljóðabóka.
69 bls.
Skrudda
KIL
Fegurðin í flæðinu
Höf: Ester Hilmarsdóttir
Fegurðin í flæðinu fjallar um blæðingar, allt frá
fyrsta dropa til hins síðasta. Hér er farið yfir
allt frá eftirvæntingunni sem því fylgir að byrja
á fyrstu blæðingum til ergelsis, bakverkja og
magakrampa. Ekkert er dregið undan.
42 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Fjörusprek og Grundargróður
Myndir: Rúnar Kristjánsson
Rúnar Kristjánsson er baráttuskáld. Hann yrkir ljóð
til þess að vekja athygli á því sem betur má fara og
kveikja von í brjósti þeirra sem minna mega sín. Í
ljóðunum má finna trúarhita skáldsins, væntumþykju
og von um betri og bjartari veröld, en líka illan
grun um að maðurinn sé að villast á vegferð sinni.
Rúnar er skáld hins hefðbundna ljóðforms.
184 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
SVK
Flagsól
Höf: Melkorka Ólafsdóttir
Myndir: Hlíf Una Bárudóttir
Í þessari undurfallegu myndskreyttu ljóðabók
fáum við að kynnast leyndarlífi íslenskra sveppa.
Raddir þeirra berast okkur úr skógarbotninum og
vegkantinum, af trjábolum, greinum og steinum;
við kynnumst sveppum sem skjóta, springa, seyta,
fettast og brettast, trega og syrgja, daðra og elska.
Á fjórða tug vatnslitamynda eru í bókinni.
80 bls.
Forlagið - Mál og menning
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa42
Ljóð og leikhandrit