Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 22
SVK RAF
Stolt
Höf: Margrét Tryggvadóttir
Blær ræður sig í sumarvinnu úti á landi. Hún heillast
af Felix en finnur aldrei rétta tækifærið til að segja
honum að hún sé trans. Fljótlega kemst Blær að því að
gamalt mannshvarf tengist Felix og húsinu sem hún
býr í og að þar hafi óhugnanlegir atburðir gerst. Hröð
og spennandi saga úr sama söguheimi og Sterk.
280 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Vatnið
Höf: Ólöf Vala Ingvarsdóttir
Við Djúpvitravatnið standa tvær borgir,
Silfurskeiðaborg og Vatnadísarborg, hvor sínu
megin við vatnið. Vatnið er matarkista borgarbúa,
en þar veiðast líka allskonar fræði, sögur og
ljóð. Það eru erfiðir tímar því nú hefur nornin
Emja eitrað allt með illsku sinni og lygi.
200 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
IB RAF HLB
VeikindaDagur
Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Myndh: Sigmundur B. Þorgeirsson
Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm
dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur
á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur
sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi
höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar.
Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í
klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
116 bls.
Bókabeitan
IB RAF HLB
Vinkonur
Youtuber í einn dag
Höf: Sara Ejersbo
Þýð: Ingibjörg Valsdóttir
Bekkurinn ætlar að taka þátt í keppninni
Youtuber í einn dag og þótt Amöndu finnist
hugmyndin heimskuleg fær myndbandið
hennar um umhverfisvernd flest áhorf. Í fyrsta
skipti upplifir hún að vera vinsæl!
130 bls.
Bókabeitan
IB RAF
Síðasti seiðskrattinn bók 3
Návaldið
Höf: Ólafur Gunnar Guðlaugsson
Lokabindið í æsispennandi fantasíuþríleik fyrir
börn og unglinga. Hildur, Theódóra og Baldur
eru uppgefin eftir innrásina frá Túle. Bjarni vinur
þeirra er fastur í öðrum veruleika þar sem Návaldið
skelfilega leikur lausum hala. Úrslitaorrustan
við hinn hinsta dauða nálgast hratt, en kraftar
söguhetjanna eru öflugri en þau grunar.
336 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB KIL RAF HLB
Dulstafir
Orrustan um Renóru
Höf: Kristín Björg Sigurvinsdóttir
Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa
Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi
ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið.
Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma
og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.
Lokaorrustan við steingyðjuna er framundan og
örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra.
346 bls.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
IB
Álfheimar
Ófreskjan
Höf: Ármann Jakobsson
Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd
konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju
hlutverki þótt hann kæri sig lítið um áskoranir sem
fylgja. Fljótlega taka þau eftir illum öflum sem kannski
hafa slæðst úr öðrum heimum og yfir vofir að hin
ógurlega ófreskja Vritra geti losnað úr álögum og
þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt.
208 bls.
Angústúra
SVK
Skandar og draugaknapinn
Höf: A.F. Steadman
Þýð: Ingunn Snædal
Ævintýrið um Skandar og einhyrningana heldur
áfram. Skandar hefur uppfyllt drauma sína og er
orðinn einhyrningaknapi og þjálfari. En ógnin er
aldrei fjarri og þegar hann og félagar hans hefja sitt
annað ár á Eyjunni blasir við þeim ný og ófyrirséð
ógn. Getur Skandar komið í veg fyrir sjálfseyðingu
Eyjunnar, áður en það er of seint fyrir þau öll?
Benedikt bókaútgáfa
IB RAF HLB
Skólaslit 2
Dauð viðvörun
Höf: Ævar Þór Benediktsson
Myndir: Ari H.G. Yates
Ár er liðið frá því að hugrakkir krakkar gjörsigruðu
myrkraverur sem höfðu lagt Reykjanesið undir
sig. Allt endaði vel og allir gátu andað léttar. Eða
hvað? Þegar hópur unglinga skellir sér í ferðalag
út á land kemur í ljós að enginn er óhultur. Allra
síst krakkarnir í öftustu rútunni ... Sjálfstætt
framhald metsölubókarinnar Skólaslita.
219 bls.
Forlagið - Mál og menning
Hó, hó, hó!
Jólabóka,
bókajól góð
gjöf
Bóksala stúdenta, boksala.is
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa22
Unglingabækur SK ÁLDVERK