Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 32

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 32
KIL Þrenna ár og sprænur; hulda ráðgátan, litlu sögurnar í hálfa samhenginu og ranimosk Höf: Einar Guðmundsson Þrenna samanstendur af bókunum Ár og sprænur; hulda ráðgátan, Ranimosk og Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Í bókunum má finna prósa í hugleiðingaformi sem hverfist um vangaveltur höfundar um málefni líðandi stundar, texta sem ekki varð að sjálfstæðum bókum ásamt endurminningum sem dansa á línu raunveru leika og skáldskapar. 408 bls. ars longa forlag IB RAF Þvingun Höf: Jónína Leósdóttir Maður finnst myrtur í bústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams sálfræðings og Soffíu rannsóknarlögreglukonu. Mál fara að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist morðinu og fyrr en varir er Adam enn á ný kominn í hlutverk aðstoðarmanns fyrrverandi eiginkonu sinnar. 304 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF Því dæmist rétt vera Höf: Einar Már Guðmundsson Í Tangavík ríða húsum hættulegar hugmyndir um réttlæti og jöfnuð en yfirvöldum er í mun að bæla niður alla uppreisn. Safarík saga um glæp og refsingu í litlu sjávarþorpi á 19. öld – þorpi sem þó kann að vera nafli heimsins. Þræðir spinnast til allra átta og sagnfræði og skáldskapur togast á um satt og logið, rétt og rangt í litríkum vef Einars Más. 271 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Ævintýrið Höf: Vigdís Grímsdóttir Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli. 171 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Ævintýri fyrir fullvaxna Höf: Ingimundur Gíslason Í þessu smásagnasafni birtast tuttugu stuttar sögur af ýmsu tagi. Sumar sverja sig í ætt við ævintýri en aðrar má líta á sem minningabrot úr lífi höfundar. Sögurnar eiga það allar sameiginlegt að nálgast viðfangsefnið af nærgætni og virðingu fyrir öllu sem lifir. 81 bls. Skrudda SVK RAF HLB Urðarhvarf Höf: Hildur Knútsdóttir Spennandi saga sem heldur lesanda í heljargreipum. Eik tilheyrir hópi sjálfboðaliða sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í skjól. Við Urðarhvarf situr hún fyrir læðu með kettlingahóp þegar skyndilega birtist skrímsli úr fortíðinni sem rótar upp óþægilegum minningum. Skepna sem Eik hafði talið sjálfri sér trú um að væri bara hugarburður. 90 bls. Forlagið - JPV útgáfa SVK RAF Utan garðs Höf: Unnur Lilja Aradóttir Eftir 27 ár neyðast Júlía og bróðir hennar til að halda aftur heim á æskuslóðirnar. Sem unglingum var þeim útskúfað úr þessu litla samfélagi og Júlía kemst fljótlega að því að það hefur ekkert breyst – þau eru enn talin hafa framið alvarlega glæpi. En minningabrotin raðast saman og afhjúpa hvað gerðist og hverjir frömdu þessa hrottalegu glæpi. 271 bls. Veröld IB RAF HLB Valskan Höf: Nanna Rögnvaldardóttir Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma en náttúran grípur í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa og harðindum en líka sú sem býr innra með henni og kveikir ástríðu og losta. Frásögnina byggir höfundur á lífi formóður sinnar og fléttar saman heimildum og skáldskap svo úr verður grípandi saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir. 419 bls. Forlagið - Iðunn KIL Vektu ekki barnið Höf: Ágúst Borgþór Sverrisson Ung móðir og eiginkona hverfur sporlaust vorið 1969. Smám saman afhjúpast fyrir lesendum glæpurinn sem hefur verið framinn en sögupersónurnar fá hver sína innsýn í málið, hluta af sannleikanum. Vektu ekki barnið – áleitin spennusaga með erindi. 95 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Vordagar í Prag Höf: Þorsteinn Jónsson Íslenskur námsmaður upplifir hið sögulega Vor í Prag og horfir á hlutina með gests augum. Hann er í hringiðu ólgandi uppreisnar með skrautlegum samnemendum sínum af ýmsum þjóðernum, kynnist ástinni og sósíalismanum, sem hvort um sig vekur með honum mótsagnakenndar tilfinningar. Innfæddir skora á hann að fylgjast með og bera vitni um atburðina. 185 bls. Benedikt bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa32 Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.