Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 50

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 50
SVK Ayurveda Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin. Höf: Heiða Björk Sturludóttir Ayurveda lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra. 140 bls. Ást og friður IB Á ekrum spekinnar Vangaveltur um heimspeki Höf: Stefán Snævarr Ég er bara óbreyttur verkamaður á ekrum spekinnar. Eða garðyrkjumaður í víngarði viskugyðjunnar, nema hvort tveggja sé. Samt reyni ég af veikum mætti að marka eigin heimspekistefnu en hana kynnti ég í bók minni The Poetic of Reason. Introducing Rational Poetic Experimentalism. 480 bls. Skrudda KIL Á elleftu stundu I den ellevte time Höf: Kirsten Simonsen Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga. Á 8. áratug síðustu aldar ferðuðust danskir arkitektanemar um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og annarra bygginga sem hætt var við að féllu í gleymskunnar dá. Ríkulega myndskreytt bók sem veitir innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð. 296 bls. Þjóðminjasafn Íslands SVK Árangursríki stjórnandinn Höf: Peter F. Drucker Þýð: Kári Finnsson Sígilt rit fyrir leiðtoga og stjórnendur. Höfundur bókarinnar, Peter F. Drucker, er talinn einn helsti frumkvöðullinn á sviði stjórnunarfræða. Í þessu lykilverki sínu dregur hann fram grundvallaratriði sem reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti. Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi. 208 bls. Salka GOR Árangursrík stjórnun Gæði - Viðhald - Heilbrigði og öryggi á vinnustað Höf: Sveinn V. Ólafsson Tímabær bók um árangursríka stjórnun. Í henni er leitast við að kynna fyrir lesandanum margvísleg viðfangsefni á sviði stjórnunar sem skipta máli í nútíð og framtíð, ekki síst hvað varðar málm- og véltækni. Allmörg verkefni fylgja bókinni sem er bæði ætluð fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og almenna lesendur. 127 bls. IÐNÚ útgáfa IB Alþýðuskáldin á Íslandi Saga um átök Höf: Þórður Helgason Í þessu metnaðarfulla fræðiriti er rakin baráttusaga alþýðuskáldanna á Íslandi frá því að skörp skil voru sett milli þeirra leiku og hinna lærðu sem töldu sig hafa öðlast betri smekk á ljóðlist. Lengi geisuðu mikil og oft heiftúðug átök um rímur en hjöðnuðu þegar mörg lærð skáld og menntamenn gerðu sér grein fyrir gildi þessarar skáldskapargreinar. 424 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Andkristur Höf: Friedrich Nietzsche Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche er og verður óþekktarormur evrópskrar heimspeki. Andkristur er eitt síðustu verka hans og sameinar marga helstu kosti hans (og galla) í eldskarpri greiningu sem kallast á við niðursallandi yfirlýsingar. Ritið gefur þó fyrst og fremst einstaka innsýn í gagnrýni hans á kristindóminn og evrópska siðmenningu. 208 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Andlit til sýnis Höf: Kristín Loftsdóttir Á safni á Kanaríeyjum finnast brjóstafsteypur frá 19. öld af fólki frá ólíkum heimshornum. Þær endurspegla kynþáttahyggju og rányrkju nýlenduvelda fyrri tíma og áhuga Evrópubúa að stilla upp líkömum til fróðleiks og skemmtunar. Þ.á m. eru brjóstmyndir sjö Íslendinga. Ríkulega myndskreytt frásögn af Íslendingunum og nokkrum öðrum einstaklingum. 328 bls. Sögufélag SVK Andvari 2023 Ritstj: Ármann Jakobsson Aðalgrein Andvara 2023 er um Guðrúnu Helgadóttur (1935–2022), alþingismann og rithöfund, eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur. 10 aðrar greinar eru í riti ársins. Háskólaútgáfan IB Auto museums of Iceland Höf: Craig Patterson Íslensk bílasaga er einstök. Í þessari nýju bók er sögu bílanna á þremur helstu fornbílasöfnum landsins gerð ítarleg skil í máli og myndum. Rakinn er ferill bílanna hér á landi og gerð grein fyrir eigendum þeirra. Bókina, sem gefin er út á ensku, prýðir ógrynni vandaðra ljósmynda – Þetta er ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn. 144 bls. Nýhöfn B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa50 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.