Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 23
Skáldverk
ÍSLENSK
SVK
Aksturslag innfæddra
Höf: Þórdís Gísladóttir
Sjö smásögur sprottnar úr raunveruleikanum. Við sögu
kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast
hugsanlega við. Hér er greint frá atburðum sem gætu
virst hversdagslegir og smávægilegir við fyrstu sýn en
endurspegla stærri og flóknari hliðar tilverunnar.
114 bls.
Benedikt bókaútgáfa
IB RAF
Armeló
Höf: Þórdís Helgadóttir
Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún
samt komin hingað, til þessa óspennandi smábæjar,
með Birgi. Nema Birgir er allt í einu horfinn, ásamt
bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta
ekki, hann er ekki beint hvatvís. En það var eitthvað
sem hann sagði kvöldið sem þau rifust í fyrsta
skipti. Kvöldið áður en þau komu til Armeló.
373 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Söngur Súlu 2
Ást í mörgum myndum
Höf: Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Bókin er framhald skáldsögunnar Söngur Súlu og
fjallar nú um líf hennar í höfuðborginni á árunum
1964-1966. Súla býr í húsi þar sem einnig er starfandi
bókaútgáfa og þar kynnist hún heimi bókanna.
Eins og áður koma ýmsar aðrar persónur við sögu
ásamt skrautlegum ástarmálum þeirra.
205 bls. / klst.
Krass
KIL
Babúska
Reimleikar og voðaverk
Höf: Hallveig Thorlacius
Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og
lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við
skúringar, er eina vitnið að atburðinum.
Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni
vegna dularfullra morða og reimleika.
Tengjast þessir atburðir?
Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og
spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.
227 bls.
Ormstunga
Teiknimyndasögur
IB
Goðheimar 13
Feigðardraumar
Höf: Peter Madsen
Þýð: Bjarni Frímann Karlsson
Þrettánda bókin í þessum sívinsæla flokki kemur
nú í fyrsta sinn út á íslensku. Loki er þjakaður af
martröðum sem runnar eru undan rifjum Heljar og
í verstu martröðinni verður hann Baldri að bana.
Loki einsetur sér að passa upp á Baldur til þess að
draumurinn rætist ekki – sem reynist mjög erfitt,
ekki síst fyrir Höð, hinn blinda bróður Baldurs.
48 bls.
Forlagið - Iðunn
SVK
Hjartastopp
Fyrsta bók
Höf: Alice Oseman
Þýð: Erla E. Völudóttir
Æðisleg myndasaga fyrir börn og unglinga sem
hefur farið sigurför um heiminn. Charlie fellur
fyrir Nick, skólafélaga sínum, þrátt fyrir að hann
viti að Nick hafi engan áhuga á strákum. Þeir
verða góðir vinir og þurfa að horfast í augu við
tilfinningar sínar. Vinsælir sjónvarpsþættir á
Netflix hafa verið gerðir eftir sögunni.
278 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
SVK
Hjartastopp
Önnur bók
Höf: Alice Oseman
Þýð: Erla E. Völudóttir
Einlæg og snjöll myndasaga fyrir börn og unglinga sem
hefur farið sigurför um heiminn. Eftir kossinn áttar
Nick sig á því að hann er hrifinn af Charlie. En hann
hefur líka verið skotinn í stelpum. Hvað þýðir það? Og
þarf hann að segja öllum heiminum frá því hver hann
er? Eða fær hann tíma til að átta sig á því sjálfur?
300 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Jólasyrpa 2023
Höf: Walt Disney
Vertu í hátíðarskapi með félögum okkar úr Andabæ!
256 bls.
Edda útgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 23GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Teiknimyndasögur Skáldverk ÍSLENSK
Skáld verk
Íslensk
Teiknimyndasögur