Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 35
SVK
Grafreiturinn í Barnes
Höf: Gabriel Josipovici
Þýð: Gyrðir Elíasson
Stutt og seiðmögnuð skáldsaga sem gerist á
þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum
oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir
lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og
stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu.
140 bls.
Dimma
KIL
Gráar býflugur
Höf: Andrej Kúrkov
Þýð: Áslaug Agnarsdóttir
Sergej Sergejítsj er fyrrverandi öryggisvörður um
fimmtugt sem einbeitir sér nú að því að rækta
býflugur. Hann býr í Úkraínu þar sem harðar deilur,
ofbeldi og áróður hafa geisað árum saman.
407 bls.
Bjartur
IB
Gömlu ævintýrin löguð að rétthugsun
samtímans
Höf: James Finn Garner
Þýð: Ragnar Hauksson
Í þessari frægu metsölubók hefur James Finn Garner
endurskrifað sígildu ævintýrin fyrir upplýstari
tíma – allt frá sambandi Mjallhvítar við sjö
hávaxtarhamlaða karla og Rauðhettu, ömmu hennar
og klæðskiptahneigða úlfsins til keisarans sem var
ekki allsber heldur hlynntur klæðnektarvalfrelsi.
149 bls.
Ugla
KIL
Heaven
Höf: Mieko Kawakami
Þýð: Jón St. Kristjánsson
Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt
þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum
óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið
að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra.
En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og
sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað
verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan.
224 bls.
Angústúra
KIL
Hinstu blíðuhót
Augnablik í eilífðinni
Höf: Kjersti Anfinnsen
Þýð: Anna Kristín Hannesdóttir
Hjartaskurðlæknirinn Birgitte Solheim er komin á
eftirlaun. Þegar endalokin færast nær virðist henni
sem allt rakni upp og losni. Hún er orðin öldruð og
flestir í vinahópnum hafa safnast til feðra sinna.
229 bls.
Króníka
KIL
Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar
Höf: Aksel Sandemose
Þýð: Sigurður Á. Friðþjófsson
„Nú ætla ég að segja frá öllu. Og ég verð að
byrja á endanum. Annars þori ég aldrei að fara
alla leið. Ég myrti einu sinni mann. Hann hét
John Wakefield og ég drap hann að næturlagi
fyrir sautján árum í Misery Harbor.“
Á þessum orðum hefst bókin um Jantalögin,
Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar, eftir dansk-
norska rithöfundinn Axel Sandemose.
490 bls.
Ugla
KIL
Fólk sem við hittum í fríi
Höf: Emily Henry
Þýð: Harpa Rún Kristjánsdóttir
Poppy og Alex eiga ekkert sameiginlegt. Hún
er óhemja og hann klæðist kakíbuxum. Hún er
haldin óforbetranlegri útþrá, honum líður best
heima með bók. Þó hafa þau verið bestu vinir,
síðan örlagarík bílferð leiddi þau saman á leið
heim úr skólanum fyrir löngu síðan.
410 bls.
Króníka
KIL RAF
Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur
Höf: Jo Nesbø
Þýð: Jón St. Kristjánsson
Sjö eitursnjallar glæpasmásögur eftir norska
krimmakónginn Nesbø. Sterk persónusköpun,
hugvitssamar sögufléttur og óvænt endalok
einkenna þessar knöppu og vel byggðu frásagnir
– sögumennirnir leyna á sér. Í brennidepli
eru heitar tilfinningar og mannlegir brestir:
afbrýðisemi, þrá, óþol og ótryggð. Grípandi
sögur sem koma rækilega á óvart.
269 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL
Goðsögur frá Kóreu og Japan
Endurs: Unnur Bjarnadóttir
Myndh: Elías Rúni
Goðsögur frá Kóreu og Japan er endursögn tíu
valinna goðsagna á íslensku, fimm kóreskra og fimm
japanskra. Þær fjalla um stofnun ríkja, samskipti
guða og manna, og sýna að skilin milli mannfólksins
og þess yfirnáttúrulega eru oft óljós. Gerð er grein
fyrir sögu og menningu landanna og hvernig
sögurnar hafa varðveist fram á okkar daga.
Bókaútgáfan Asía
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 35GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÞÝDD