Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 52

Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 52
GOR Krossgátur Frístundarbókin nr. 2 Krossgátur og athyglisþrautir Ritstj: Guðjón Baldvinsson Eitthvað fyrir alla krossgátuunnendur. Í bókinni eru 95 krossgátur og athyglisþrautir af ýmsu tagi, þar af 58 hefðbundnar krossgátur af ýmsum stærðum. Svo fljóta með orðaleitargátur, völundarhús, flísaðir málshættir, sudoku-gátur, orðatvístursgátur, stjörnuleit, felumyndir og krosstölur. Frábær dægradvöl. 64 bls. Frístund útgáfa ehf. IB Fullveldisróður í 40 ár Sjómannafélag Ólafsfjarðar 1983-2023 Höf: Atli Rúnar Halldórsson Hér er stiklað á stóru i sögunni, allt frá því sjómenn í Ólafsfirði sögðu skilið við Sjómannafélag Eyjafjarðar og urðu fullvalda í eigin félagsskap. Fjallað er líka um Stígandaslysið, um blómaskeið og hnignun útgerðar og fiskvinnslu í Ólafsfirði og fleira. Sjómannafélag Ólafsfjarðar sinnir hagsmunum síns fólks og styður samfélag sitt myndarlega. 224 bls. Svarfdælasýsl forlag SVK Grikkland hið forna Þættir úr sögu fornaldar Í Grikklandi hinu forna eru dregin saman meginatriðin í sögu hins gríska menningarheims allt frá tímum Mínóa á Krít og þar til Rómverjar lögðu löndin við austanvert Miðjarðarhaf undir veldi sitt á 1. öld f.Kr. Bókin er prýdd ríkulegu myndefni sem varpar ljósi á þá atburði og persónur sem um er fjallað. 240 bls. Ugla KIL Gripla 34 (2023) Alþjóðlegt ritrýnt tímarit Árnastofnunar Ritstj: Gísli Sigurðsson Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda og kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. 280 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum SVK Hagfræði daglegs lífs í stuttu máli Höf: Gylfi Zoega Margir halda að hagfræði fjalli einungis um verðbólgu, atvinnuleysi og vexti. En hagfræði hjálpar okkur að skilja líf okkar og umhverfi. Þannig lýsir hagfræðin ákvörðunum okkar, hvernig hinn skynsami maður ætti að taka ákvarðanir, en jafnframt hvernig ákvarðanir okkar eru ekki alltaf skynsamlegar frá sjónarhóli hagfræði. Háskólaútgáfan SVK Ég er þinn elskari Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825–1832 Höf: Erla Hulda Halldórsdóttir Árið 1826 sigldi Baldvin Einarsson til náms í Kaupmannahöfn. Hann var þá trúlofaður Kristrúnu Jónsdóttur en sveik hana í tryggðum. Við tók flókið bréfasamband ástar, blekkinga og fyrirgefningar. Í bókinni er ástarharmsaga Kristrúnar og Baldvins rakin og bréfin sem hann skrifaði henni 1825–1832 birt með skýringum og færð til nútímastafsetningar. Háskólaútgáfan SVK Fléttur VI Loftslagsvá og jafnrétti Ritstj: Elín Björk Jóhannsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir og Hafdís Anna Ægisdóttir Sjötta bókin í ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, er þverfaglegt greinasafn um loftslagsvá út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Í bókinni eru margþætt tengsl loftslagsbreytinga, kynjajafnréttis og samfélagslegs réttlætis tekin til greiningar og þannig stuðlað að víðtækari skilningi á þessu stærsta viðfangsefni samtímans. Háskólaútgáfan IB Fornbátar á Íslandi Sjómennirnir og saga þeirra Höf: Helgi Máni Sigurðsson Í þessari bók, Fornbátar á Íslandi, eru skipa- og bátaarfi þjóðarinnar gerð skil á mjög áhugaverðan og læsilegan hátt. Fjallað er um 54 fleytur sem varðveist hafa. Bátarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og gegndu mismunandi hlutverkum, meirihlutinn var þó fiskibátar. Sá elsti er frá um 1820 og hinn yngsti frá 1963. 198 bls. Skrudda IB Frasabókin Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri Höf: Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Yfir þúsund frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði. „Skemmtilegur leiðarvísir sem birtir og skýrir frasa úr öllum áttum og frá öllum tímum. Framtíðin meðtalin.“ / Árni Matthíasson, menningarblaðamaður. „Bók sem hver einasti Íslendingur verður að eiga. Þetta er sko eitthvað ofan á brauð!“ / Ari Eldjárn, grínisti. 208 bls. Sögur útgáfa KIL Frá sjálfstæðisbaráttu til búsáhaldabyltingar Þættir úr Íslandssögu Höf: Guðmundur J. Guðmundsson Yfirlitsrit um sögu Íslands frá því að Baldvin Einarsson og samherjar hans hófu baráttu fyrir endurreisn Alþingis og þar til ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. 226 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa52 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.