Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 25
IB RAF
Dúnstúlkan í þokunni
Höf: Bjarni M. Bjarnason
Drauma-Jói fæddist um miðja 19. öld norður á
Langanesi og var af galdramönnum kominn í beinan
karllegg. „Árum saman, sérstaklega á milli tvítugs og
þrítugs, bjó hann yfir mikilli fjarskyggnigáfu,“ sagði
dr. Ágúst H. Bjarnason um hann í vísindagrein árið
1915. Í þessari sögulegu skáldsögu er byggt á sögum
af þessum einstaka manni og örlögum hans.
336 bls.
Veröld
SVK
Eftirvæntingin
Höf: Björn H. Jóhannesson
Sögumaður Eftirvæntingarinnar verðu vitni að
einkennilegu þruski í kjarri á kvöldgöngu sinni við
vatnið. Skömmu siðar fær hann upphringingu frá
dularfullri kvenmannsröddu, sem mælist til að hitta
hann með allfurðulegum hætti. Fyrr en varir er hann
flæktur inn í atburðarás, sem hann fær lítt ráðið við.
351 bls.
BHJ bókaútgáfa
IB
Einlífi
ástarrannsókn
Höf: Hlín Agnarsdóttir
Konur eru alltaf að bjarga karlmönnum.
Í því er ástarkraftur þeirra fólginn og sá
kraftur er auðmagn sem allt samfélagið og
ekki síst karlmenn njóta góðs af.
182 bls.
Króníka
IB RAF
Eitur
Höf: Jón Atli Jónasson
Önnur bókin í glæpasagnaflokknum um löggutvíeykið
Dóru og Rado, harðsoðinn hörkukrimmi sem fjallar
á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur
samtímans. Tökur á erlendum sjónvarpsþáttum
standa sem hæst í Gufunesi þegar illa farið lík finnst
innan í leikmyndinni. Fljótlega verður ljóst að málið
tengist nýjum og banvænum fentanýl-töflum.
232 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL
Eldkonan
Höf: Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir
Fantasía. Harmþrungin átakasaga um unga
stúlku sem horfir upp á fólkið sitt myrt og er
síðan sjálf beitt ofbeldi. Sagan er um leið hennar
til að hefna þeirra, elta mennina, sem frömdu
þennan verknað, uppi til að drepa þá.
649 bls.
Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir
IB
DJ Bambi
Höf: Auður Ava Ólafsdóttir
Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann
áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur
í smæstu byggingareiningum mannslíkamans,
frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi
móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til
hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur
hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.
192 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Draumur Jórsalafarans
Höf: Kristján L. Guðlaugsson
Sagan gerist í Þýskalandi á krossferðatímum og
segir af ungum pílagrími sem dvelur í suðurþýskum
smábæ á leið sinni til fyrirheitna landsins. Hann
tekst þar á við höfuðskepnur lífs síns, ástina,
valdboð mannanna og görótta fortíð.
296 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
IB
Duft
Söfnuður fallega fólksins
Höf: Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Verónika er einkadóttir vellauðugra
líkamsræktarfrömuða á Íslandi sem eru helteknir af
yfirborðinu. En það sem marir undir seytlar samt
óhjákvæmilega í gegn. Duft spinnur margslunginn
vef um líf Veróniku og fjallar um líkindi truflaðrar
fjölskyldu við sértrúarsöfnuð, og hvernig venjulegt
fólk kemur sér í óvenjulegar aðstæður.
345 bls.
Benedikt bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 25GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÍSLENSK