Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 7
Formáli.
í almannatryggingalögum er ákveðið, að Tryggingastofnunin skuli gefa út
árbók með sem gleggstum upplýsingum um alla starfsemi stofnunarinnar. Árbók
þessi kemur nú út í sjöunda skipti og er fyrir árin 1954—1956.
Skýrslur um sjúkrasamlög ná þó ei nema til ársloka 1955, þar eð reikningar
allmargra sjúkrasamlaga urðu svo síðbúnir fyrir árið 1956, að ekki var unnt að
þessu sinni að birta beildarskýrslur um sjúkrasamlögin fyrir það ár.
Á árinu 1956 voru sett ný lög um almannatryggingar og gefin út lög um
atvinnuleysistryggingar, og eru hvortveggja þau lög prentuð í árbókinni.
í því sambandi er rétt að vekja athygli á því, að lög um sjúkratryggingar
eru nú felld inn í almannatryggingalagabálkinn, en til þess tíma höfðu sjúkrasamlög
að mestu starfað samkvæmt sjúkratryggingakafla alþýðutryggingalaga frá 1943.
Lögin um atvinnuleysistryggingar voru sett hinn 7. apríl 1956. Er hér um
frumsmíði að ræða, sem byggðist á samkomulagi, sem gert var við lausn vinnu-
deilunnar miklu vorið 1955. Framkvæmd þessara laga var á frumstigi árið 1956,
og birtast því í árbókinni nú ekki aðrar tölulegar upplýsingar um þær tryggingar
en ársreikningar 1956.
Eins og tekið var fram í formála fyrir síðustu árbók birtist nú heildaryfirlit
um starfsemi alþýðu- og almannatrygginga fyrstu 20 árin, er þar margvíslegan
fróðleik að fá um heildarútgjöld trygginganna þetta tímabil, skiptingu þeirra svo
og, hvernig fjár hefur verið aflað til þess að standa undir útgjöldunum.
Að öðru leyti er fyrirkomulag árbókar þessarar með sama sniði og árbókar-
innar fyrir tímabilið 1947—1953.
Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, tók bókina saman í samráði við forstjóra
og aðra starfsmenn stofnunarinnar.
Reykjavík, í maí 1958.
Sverrir ÞorbjSrnsson.