Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 23
21
Ef maður á rétt á fleiri en einni tegund bóta, sem ekki geta farið saman, má
hann taka hærri eða hæstu bæturnar.
Ef maður, sem nýtur slysabóta samkv. III. kafla, ætti rétt á hærri bótum, eftir
öðrum ákvæðum, skal greiða honum mismuninn til viðbótar. Sé hinn slysatryggði
einnig tryggður í sjúkrasamlagi, greiðir sjúkrasamlagið sjúkrakostnað hans vegna
gegn endurgreiðslu frá siysatryggingunni.
Ef bótaþegi dvelst í sjúkrahúsi eða annarri hliðstæðri stofnun, þar sem trygg-
ingarnar eða ríkisframfærslan greiða fyrir hann að nokkru eða öllu leyti, falla
bótagreiðslur niður sem ætlaðar hafa verið tii framfærslu hans sjálfs. Þegar um
er að ræða sjúkling, sem haldinn er ellikröm eða öðrum slíkum sjúkdómi, skal
Tryggingastofnunin þó greiða lífeyri hans að viðbættum 20% upp í dvalarkost.nað
lians, sbr. þó næstu málsgr.
Ef hlutaðeigandi er algerlega tekjulaus, er Tryggingastofnuninni heimilt að
greiða honum sjáJfum allt að 10% lágmarksbóta.
60. gr. — Sama rétt til bóta og hjón hafa samkvæmt lögum þessum einnig
karl og kona, sem búa saman og eru bæði ógift, ef þau hafa átt saman barn eða
konan er þunguð af hans völdum eða sambúðin hefur varað samfleytt í 2 ár. Sama
gildir um bótarétt þess, sem eftir liíir, þegar hitt deyr.
Slíkt sambúðarfólk öðlast aldrei meiri bótarétt en þau hefðu haft, ef þau væru
hjón. Þó er heimilt að greiða sambúðarkonu slysabætur.
61. gr. — Tryggingastofnunin getur greitt öðrum en bótaþega eða framfærslu-
manni bætur, ef ástæða er til að ætla, að bæturnar séu notaðar á þann liátt, að eigi
samrýmist tilgangi laganna. Slíkar ráðstafanir skulu þó að jafnaði bornar undir
hlutaðeigandi sveitarstjórn eða barnaverndarnefnd, ef um er að ræða fjölskyldu-
bætur eða barnalífeyri.
62. gr. — Bætur, sem ætlaðar eru bótaþegum sjálfum, greiðast ekki, ef ástand
það, sem bótaréttur er byggður á, stafar af áfengisneyzlu, notkun deyfilyfja eða
öðrum orsökum, sem hinn tryggði á sjálfur sök á, beint eða óbeint, með vítaverðu
hirðuleysi eða gáleysi, ef hlutaðeigandi vanrækir að fara að læknisráðum eða neitar
að hlíta fyrirmælum um þátttöku í þjálfun eða starfsnámi, sem bætt gæti afkomu
hans eða búið hann undir nýtt starf.
Ef farsóttir ganga, svo sem mislingar, inflúenza, skarlatssótt o. fl., fellur niður
greiðsla bóta vegna slíkra sjúkdóma, nema tryggingaráð heimili greiðsluna hverju
sinni. Sjúkrasamlög greiða ekki sjúkrakostnað, sem skylt er að greiða samkvæmt
sóttvarnarlögum eða öðrum sérstökum lögum.
63. gr. -—■ Erlendur ríkisborgari, sem öðlazt hefur rétt til dagpeninga eða líf-
eyris frá slysatryggingunni, heldur þeim rétti, þótt hann flytji af landi brott.
64. gr. — Umsóknir um bætur skulu ritaðar á eyðublöð, er Tryggingastofn-
unin lætur gera. Skulu eyðublöð þessi fást í skrifstofum stofnunarinnar, lijá um-
hoðsmönnum hennar og annars staðar eftir því, sem hentugt þykir.
Umsækjendum er skylt að svara öllum spurningum og gefa allar upplýsingar,
sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að úrskurða bætur.
Ekki verður kralizt umsókna um sjúkrabætur að undanteknum sjúkradagpen-
ingum.
65. gr. — Allar umsókmr skulu úrskurðaðar svo fljótt sem kostur er á, og
skulu bætur reiknaðar frá þeim degi, sem umsækjandinn hefur uppfyllt skilyrðin
til bótanna, þó eigi lengur aftur í tímann en tvö ár og eigi lengur en 3 mánuði
að því er varðar sjúkradagpeninga. Bætur samkvæmt II. kafla, aðrar en fæðingar-
styrkur, reiknast þó frá fyrsta næsta mánaðar eftir að bótaréttur er fyrir hendi
°g falla niður í lok þess mánaðar þegar bótarétti lýkur.