Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 125
123
en héraðslæknir, er yfirleitt samið um fastagjald á hvern samlagsmann fyrir
heimilislæknisstörf, og enn fremur hafa nokkrir héraðslæknar samið um slík
fastagjöld. Að öðrum kosti er greitt fyrir hvert skipti, sem læknisþjónusta er
veitt, og ræður þá að sjálfsögðu fjöldi vitjana miklu um, hve háar greiðslur
til lækna verða.
í ársbyrjun 1955 varð um 9% grunnhækkun á greiðslum samkvæmt samn-
ingum sjúkrasamlaga við samlagslækna auk rýmkunar á vísitöluákvæðum. Þá
var og gjaldskrá héraðslækna hækkuð til muna, en greiðslur samkvæmt henni
hreytast ekki sjálfkrafa með vísitölu. Samningsákvæði um takmörkun á greiðslu
verðlagsuppbótar voru enn rýmkuð frá 1. júní 1956 að telja.
Breytingar á ákvæðum um bætur sjúkratrygginga, sem gerðar voru með
lögunum 1956, komu ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1957. Frá þeim
tíma er greiðsla sjúkradagpeninga í liöndum sjúkrasamlaga, tekin er upp greiðsla
frá sjúklingum á fyrsta verðlagssvæði fyrir viðtal og vitjun heimilislæknis. Þá
var hætt greiðslu fæðingarstyrks og greiðslu fyrir fæðingu í sjúkrahúsi eða fæð-
ingardeild fyrstu 9 dagana við hverja fæðingu, og lágmarksgreiðsla fyrir röntgen-
myndir varð helmingur í stað þriðjungs. Breytingar þessar hafa ekki áhrif
á afkomu samlaga á því tímabili, sem hér um ræðir, og skulu þær því ekki
raktar nánar.
Útgjöld á hvern samlagsmann hjá hverju einstöku sjúkrasamlagi 1954 og
1955 eru sýnd í töflum 48 og 49, og í töflu 50 er sýnd hlutfallsleg skipting útgjalda
hvers samlags árið 1955.
í töflum 48 og 49 kemur fram mikill mismunur á útgjöldum sjúkrasamlaga,
einkum utan kaupstaða. Mjög miklar sveiflur eru á sjúkrahúskostnaði, og er það
eðlilegt, þegar í hlut eiga fámenn samlög. Útgjöld vegna læknishjálpar og lyfja
virðast að miklu leyti fara eftir nálægð læknis. Við samanburð verður að sjálfsögðu
að hafa í huga, á hvern hátt fjöldi samlagsmanna er fundinn, þ. e. með því að
reikna hlutfall milli iðgjaldatekna og ársiðgjalds einstaklings í hverju samlagi. Ef
innheimta iðgjalda færist verulega til milli ára eða upplýsingar Tryggingastofn-
unarinnar um ársiðgjöld eru ekki réttar, kemur því ekki fram rétt mynd af út-
gjöldum þeirra samlaga, sem svo er ástatt um.
Nánari sundurliðun á útgjöldum kaupstaðasamlaga er gerð í töflum 51 og 52.
Yfirleitt mun þessum samlögum reynast auðveldara en hinum smærri að sundur-
liða útgjöld nákvæmlega, og enn fremur má gera ráð fyrir, að reiknaður fjöldi
samlagsmanna sé nærri réttu lagi.
Greiðslum til lækna er háttað á mjög mismunandi vegu í kaupstaðasamlög-
unum. Sjúlcrasamlag Reykjavíkur hefur samning við lækna um fastagjöld til
heimilislækna, háls-, nef- og eyrnalækna og augnlækna. Enn fremur liefur sam-
lagið samning um greiðslur fyrir læknishjálp, veitta í sjúkrahúsum. Sjúkrasam-
lög Akraness, Akureyrar, Hafnarfjarðar, ísafjarðar, Keflavíkur, Siglufjarðar og
Vestmannaeyja hafa samningar um almenna læknishjálp, veitta utan sjúkrahúsa,
og eru samkvæmt þeim tekin fastagjöld fyrir heimilislæknisstörf. Sjúkrasamlag
Sauðárkróks hefur samning við héraðslækni um fastagjöld fyrir heimilislæknis-
störf. Hins vegar hafa sjúkrasamlög Húsavíkur, Neskaupstaðar, Ólafsfjarðar og
Seyðisfjarðar ekki slíka samninga. Loks hefur svo Tryggingastofnun ríkisins gert
samning f. h. sjúkrasamlaga utan Reykjavikur við Læknafélag Reykjavíkur um
læknishjálp sérfræðinga.
Sjúkrasamlag Kópavogs er ekki tahð með í töflum 51 og 52, þótt Kópa-
vogur hafi öðlazt kaupstaðaréttindi á árinu 1955.