Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 36
Almannatryggingar
A. Yfirlit.
1. Fjöldi hinna tryggðu.
Samkvæmt almannatryggingalögunum frá 1946 voru allir íslenzkir ríkisborgar-
ar, sem dvöldust bér á landi, tryggðir. Ef bótaþegi fluttist til útlanda eða dvaldist
erlendis, féllu bætur til hans niður, unz hann kom aftur til landsins. Þó var heimild
til að greiða elh- og örorkulífeyri við dvöl erlendis um takmarkaðan tíma. Iðgjalda-
greiðsla var hins vegar bundin við búsetu hér á landi og íslenzkan ríkisborgara-
rétt. Með lögum nr. 116/1954 var ákveðið, að þegnar þeirra ríkja, sem hefðu gagn-
kvæmissamninga um tryggingar við ísland og búsettir væru hér á landi, skyldu
einnig greiða iðgjöld.
Jafnan hefur verið litið svo á, að slysatryggingar tækju einnig til erlendra
ríkisborgara. Með lögunum frá 1956 er líka gerður skýr greinarmunur í þessu efni
á lífeyristryggingum, slysatryggingum og sjúkratryggingum.
Réttur til bóta frá lífeyristryggingum er frá 1. apríl 1956 bundinn við búsetu,
en ekki dvöl hér á landi. Auk íslenzkra ríkisborgara hafa erlendir ríkisborgarar rétt
til bóta, ef fullnægt er ákvæðum milliríkjasamninga eða alþjóðasamþykkta um
tryggingamál, sem ísland er aðili að. Þá hefur og sú breyting orðið á, að frá 1.
janúar 1957 bvíhr iðgjaldaskylda á öllum, sem búsettir eru á íslandi, án tillits
til ríkisborgararéttar.
Tafla 1. íbúar á íslandi 1946—1956 samkvœmt útreikningi studdum við manntal.
íbúar í árslok samkvæmt manntali1
0—15 áxa 16—66 ára 67 ára og eldri Alls
Ár Fjðldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
1946 41 704 31,4 82 225 61,9 8 821 6,6 132 750 99,9
1947 42 829 31,5 84 108 61,9 8 998 6,6 135 935 100,0
1948 43 946 31,7 85 517 61,7 9 039 6,5 138 502 99,9
1949 45 235 32,1 86 835 61,6 8 972 6,4 141 042 100,1
1950 46 746 32,5 88 136 61,2 9 079 6,3 143 961 100,0
1951 48 181 32,9 89 006 60,7 9 353 6,4 146 540 100,0
1952 49 535 33,3 89 762 60,3 9 641 6,5 148 938 100,1
1953 51 553 33,8 91 081 59,7 9 872 6,5 152 506 100,0
1954 53 644 34,4 92 289 59,1 10 100 6,5 156 033 100,0
1955 55 805 35,0 93 298 58,5 10 377 6,5 159 480 100,0
1956 57 837 35,5 94 206 57,9 10 657 6,6 162 700 100,0
1) Skv. ársmanntöli 1946—1949 og 1951—1952, aðalmanntali 1950 og spjaldskrá 1953—1956.