Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 19
17
Standi fleiri en eitt sveitarfélag að sjúkrasamlagi, skulu þau hvert um sig kjósa
einn mann í stjórnina, en verði tala stjórnarnefndarmanna þá jöfn, skal sveitar-
félag það, sem flesta hefur tryggingarskylda meðlimi, kjósa tvo menn. Nú sam-
einast öll sjúkrasamlög í lögsagnarumdæmi í eitt sjúkrasamlag, sbr. 44. gr. 3. mgr.,
og skal þá sýslunefnd kjósa 4 menn í stjórn samlagsins.
Kjörtímabil allra stjórnarnefndarmanna skal vera fjögur ár, og skulu þeir skip-
aðir og kosnir þegar að loknum almennum sveitarstjórnarkosningum.
Tryggingastofnun ríkisins ákveður þóknun stj órnenda, er greiðist úr samlagssjóði.
46. gr. — í hverju sýslufélagi skal vera héraðssamlag. Öll sjúkrasamlög til-
heyrandi 2. verðlagssvæði, sbr. 10. gr., önnur en sjúkrasamlög kaupstaða, skulu
vera í héraðssamlagi hlutaðeigandi sýslu.
Ekki skal vera héraðssamlag í sýslu, ef öll sjúkrasamlög í sýslunni hafa sam-
einazt í eitt sjúkrasamlag, sbr. 44. gr. 3. mgr.
Samþykktir héraðssamlags skulu staðfestar af ráðherra, að fengnum tillögum
Tryggingastofnunarinnar, sem lætur gera fyrirmynd að slíkum samþykktum.
47. gr. — Oddviti sýslunefndar er formaður stjórnar héraðssamlags, en sýslu-
nefnd kýs til viðbótar tvo menn í stjórn héraðssamlagsins.
Sýslunefnd ákveður þóknun stjórnarinnar, er greiðist úr sjóði héraðssamlagsins.
48. gr. — Hlutverk héraðssamlaga er:
a. Að greiða sjúkradagpeninga, samkvæmt úrskurðum sjúkrasamlagsstjórna, sbr.
53. gr., og annast jöfnun á kostnaði sjúlcrasamlaganna, samkvæmt því, er nánar
greinir í 49. gr.
b. Að annast endurskoðun og úrskurðun á reiltningum sjúkrasamlaganna og gera
heildarskýrslu um rekstur þeirra og efnahag.
c. Að gefa Tryggingastofnun ríkisins umsögn um einstök mál frá sjúkrasamlög-
unum, sem henni eru send til úrskurðar.
d. Að vera Tryggingastofnun ríkisins til aðstoðar og leiðbeiningar varðandi trygg-
ingamál almennt í umdæminu.
Reikninga sjúkrasamlaganna og heildarskýrslur, sbr. b-lið, skal árlega senda
Tryggingastofnun ríkisins.
Þar sem ekki eru héraðssamlög, skal ákvæði d-liðs gilda um hlutaðeigandi
sjúkrasamlag.
49. gr. — Framlag ríkissjóðs og lífeyrisdeildar til sjúkratrygginganna, sam-
kvæmt 58. gr., greiðir Tryggingastofnun ríkisins til héraðssamlaganna þar sem
þau eru, ella til hlutaðeigandi sjúkrasamlags.
Héraðssamlag greiðir hverju sjúkrasamlagi innan héraðssamlagsins sinn liluta
framlaganna, að frádregnum sjúkradagpeningum, sem stjórn sjúkrasamlagsins
hefur úrskurðað, kostnaði við stjórn héraðssamlagsins og því fé, sem ákveðið kann
að hafa verið til jöfnunar
Ráðherra getur ákveðið með reglugerð, að héraðssamlag skuli verja allt að
helmingi ríkisframlagsins til jöfnunar sjúkrakostnaði í sýslunni. Slík ákvörðun skal
þó aðeins gerð samkvæmt tillögum Tryggingastofnunar ríkisins, að fengnu sam-
þykki héraðssamlagsstjórnar.
Nú hefur ráðlierra ákveðið jöfnun sjúkrakostnaðar í sýslu, og skal þá greiða
þeim sjúlcrasamlögum í sýslunni, sem hafa meiri sjúkrakostnað en nemur meðal-
sjúkrakostnaði í þeirri sýslu, % hluta þess, sem umfram er meðalsjúkrakostnað, ef
jöfnunarfé er fyrir hendi, ella hlutfallslega.
Ef fé verður afgangs að lokinni jöfnun og greiðslu kostnaðar héraðssamlags,
getur stjórn þess ákveðið að greiða það til sjúkrasamlaganna eða leggja það í vara-
sjóð, er síðar má veija til jöfnunar, ef fé skortir. Tekjuafgang skal þó ekki greiða
3