Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 32

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 32
30 kostnaður, svo sem þóknun stjórnarnefndarmanna skv. 2. gr. og kostnaður Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna starfa þeirra, sem henni eru falin með lögum þessum, greiðist af fé atvinnuleysistryggingasjóðs, og skal þeim kostnaði jafnað niður hlut- fallslega miðað við tekjur, er koma á sérreikninga á árinu. 15. gr. — Rétt til bóta samkvæmt lögum þessum hafa þeir menn á aldrinum 16—67 ára, sem: a. eru fullgildir meðlimir í verkalýðsfélögum, sem lög þessi taka til og hafa 20 meðlimi eða fleiri. Þó skulu meðlimir félaga, sem hafa færri meðlimi en 20, og gert hafa samning við atvinnurekendur um greiðslur til atvinnuleysistrygginga- sjóðs fyrir gildistöku þessara laga, öðlast rétt til bóta samkvæmt lögum þessum. b. hafa á síðustu 12 mánuðum stundað a. m. k. samtals í 6 mánuði vinnu, sem goldin er samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta verkalýðsfélags. Bótaréttur glatast ekki þó að hlutaðeigandi vinni um tíma önnur liliðstæð störf, t. d. kaupa- vinnu. c. sanna með vottorði vinnumiðlunar, samkvæmt lögum um vinnumiðlun, að þeir hafi á síðastliðnum sex mánuðum verið atvinnulausir a. m. k. 36 virka daga, þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. í þessu sambandi teljast ekki með þeir dagar, sem lilutaðeigandi hefur átt í verkfalli eða verkbanni, sbr. 16. gr. a-lið, eða notið atvinnuleysisbóta. I reglugerð, sbr. 14. gr., má ákveða lengri biðtíma og fleiri atvinnuleysisdaga sem almennt skilyrði bótaréttar en gert er í þessum staflið. Enn fremur má í reglugerð setja sérákvæði um lengri biðtíma þeirra, sem hafa árstíðabundna vinnu, hafa tekjur af eigin atvinnurekstri eða hafa haft hærri tekjur en almennt gerist í byggðarlagi þeirra síðustu sex mánuði, svo og um styttri biðtíma fyrir þá, sem hafa búið við skertan vinnutíma undanfarið. Þeir, sem orðnir eru 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, eiga rétt til atvinnu- leysisbóta 16. gr. — Bætur greiðast ekki þeim, sem: a. taka þátt í verkfalli eða verkbann nær til. b. njóta slysa-, sjúkra- eða örorkubóta samkvæmt almannatryggingalögunum. c. misst hafa vinnu af ástæðum, sem þeir eiga sjálfir sök á, svo sem drykkju- skaparóreglu. d. sviptir eru frelsi sínu að opinberri tilhlutan. e. ófærir eru til vinnu eða neita vinnu, er þeim býðst að tilhlutan vinnumiðl- unarskrifstofu, samkvæmt lögum um vinnumiðlun, eða á annan hátt, svo að sannað sé, þó því aðeins að ekki hvíli verkfall eða verkbann á vinnunni og kaupgjald og vinnutími sé í samræmi við taxta eða kjarasamninga hlutaðeig- andi verkalýðsfélags, og ekki sé annað vanhæfi á vinnunni, sem útlilutunai- nefnd samkv. 14. gr. tekur gilt. Bótaréttur glatast þó eigi, þótt hafnað sé vinnu í öðru byggðarlagi eða í annarri starfsgrein, fyrr en hlutaðeigandi hefur notið bóta í 4 vikur. f. hafa á síðustu 6 mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr 75% af meðalárstekj- um almennra verkamanna eða verkakvenna, ef um konu er að ræða, í heima- byggð næstliðið ár. Þó skal ekki miða við hærri tekjur en 300 daga dagvinnu- kaup verkamanns eða verkakonu í Reykjavík, g. dvelja erlendis. 17. gr. — Sá, sem öðlast rétt til bóta samkvæmt 15. gr., á þegar rétt til bóta fyrir þá virka daga umfram sex, sem hann hefur verið atvinnulaus á síðustu 18 dögum virkum. Sé um algert og samfellt atvinnuleysi að ræða undanfarna 18 daga virka, getur úthlutunarnefnd ákveðið, að hefjast skuli greiðsla bóta frá og með 16. atvinnuleysisdegi, enda þótt eigi sé fullnægt skilyrðum um 36 atvinnuleysis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.