Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 28
26
88. gr. — Ráðherra setnr með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þess-
ara laga að fengnum tillögum Tryggingastofnunarinnar.
89. gr. — Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, settum samkvæmt þeim,
varða sektum allt að 10 000 krónum til Tryggingastofnunar ríkisins, og skal fara
með þau að hætti opinberra mála.
90. gr. — Lög þessi öðlast gildi 1. apríl 1956. Ákvæði 22. gr. um skerðingu
lífeyris koma þó til framkvæmda frá 1. janúar 1956. Jafnframt falla úr gildi lög
nr. 50/1946, III. kafli laga nr. 104/1943 og lög nr. 116/1954.
Frá og með 1. janúar 1956 er 2. málsgr. 13. gr. laga nr. 50/1946 úr gildi fallin.
Ákvæði til bráðabirgða.
Eftirtalin ákvæði laga þessara koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1957:
2. gr. 2. mgr., 8. gr. 2. mgr., 10. gr. 3. mgr., 19. gr., 23. gr., 24. gr., 27. gr.,
48. gr. a., 52. gr. og 58. gr. 2. mgr.
Til 31. desember 1956 skal fara um atriði þau, sem þessi ákvæði fjalla um,
eftir sömu reglum og gilt hafa.
Ríkisstjórnin lætur í samráði við Tryggingastofnun ríkisins og öryrkjafélögin
í landinu fara fram á því athugun, á hvern hátt hagkvæmast verði fyrir komið að
nota sem bezt starfsorku öryrkjanna, t. d. með stofnun og rekstri öryrkjaskóla,
öryrkjaheimila og öryrkjavinnustöðva, þar sem öryrkjunum yrðu sköpuð viðun-
andi lífsskilyrði á borð við aðra þegna þjóðfélagsins, og skulu niðurstöður þeirra
athugana liggja fyrir ásamt tillögum fyrir lok yíirstandandi árs.
2. Skrá um breytingar á lögum nr. 50/1946, um almanna-
tryggingar, og viðauka við þau.
Lög nr. 89 6. des. 1946.
Lög nr. 126 22. des. 1947.
Lög nr. 92 29. des. 1948.
Lög nr. 115 30. des. 1949.
Lög nr. 122 28. des. 1950.
Lög nr. 40 15. marz 1951.
Lög nr. 51 20. marz 1951. (Lög nr. 40/1951 felld inn í meginmál laga nr. 122/1950).
Lög nr. 119 29. des. 1951.
Lög nr. 1 12.jan. 1952. (Lög nr. 119/1951 felld inn í meginmál laga nr. 51/1951).
Lög nr. 112 29. des. 1952.
Lög nr. 33 18. febr. 1953.
Lög nr. 38 27.febr. 1953. (Lög nr. 33/1953 felld inn I meginmál laga nr. 1/1952).
Lög nr. 50 20. apríl 1954.
Lög nr. 116 29. des. 1954.
Lög nr. 95 29. des. 1955.