Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 12
10
16. gr. — Fjölskyldubætur skulu greiddar foreldrum með hverju bami, þar
með talin stjúpbörn og kjörbörn, sem eru umfram tvö í fjölskyldu, og eru á fullu
framfæri foreldranna.
Við ákvörðun fjölskyldubóta skulu ekki talin með þau börn í fjölskyldunni,
sem eiga framfærsluskyldan föður utan hennar.
Greiða má fósturforeldrum fjölskyldubætur með fósturbarni, ef fullvíst er, að
barnið sé á framfæri þeirra og haíi verið talið á framfæri þeirra samkvæmt skatt-
framtali undanfarin þrjú ár, enda ekki verið talið jafnframt á framfæri annars.
Stytta má tímabil þetta, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, svo sem ef barn er
tekið í fóstur á fyrsta aldursári.
Árlegar fjölskyldubætur skulu vera sem hér segir: u verðlags
svæði
Með þriðja barni í fjölskyldu ............. kr. 600.00
Með hverju barni umfram 3 í fjölskyldu . . — 1200.00
17. gr. — Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 16 ára, ef faðirinn
er látinn eða annaðhvort foreldranna er elli- eða ö^orkulífeyrisþegi.
Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og stjúpbörn, þegar eins stendur á.
Þó er ekki greiddur barnalífeyrir með stjúpbörnum, sem eiga framfærsluskyldan
föður á lífi, eða með kjörbörnum, nema þau hafi verið á framfæri hins látna eða
örorkulífeyrisþegans a. m. k. 2 síðustu árin, eða ellilífeyrisþegans a. m. k. 5 síðustu
árin áður en lífeyrisrétturinn gat stofnazt. Þó er tryggingaráði heimilt að stytta
þessa fresti, ef sýnt þykir, að ættleiðingin standi ekki í sambandi við væntanlegan
bótarétt.
Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum barnalífeyri, ef fyrir-
sjáanlegt er, að tekjur hans hrökkvi ekki til að sjá fjölskyldunni farborða.
Barnalífeyrir greiðist móður eða foreldrum barnanna, enda séu þau á fram-
færi þeirra, eða þeim öðrum, er annast framfærslu þeirra að fullu.
Arlegur barnalífeyrir með bverju barni skal vera kr. 2400.00 á 1. verðlags-
svæði og kr. 1800.00 á 2. verðlagssvæði.
Heimilt er að hækka barnalífeyri vegna munaðarlausra barna um allt að 50%.
18. gr. — Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum
konum, sem hafa tvö börn eða fleiri undir 16 ára aldri á framfæri sínu.
Árleg mæðralaun skulu vera þriðjungur óskerts ellilífeyris einstaldings með
hverju barni umfram eitt, og þó aldrei hærri en nemur fullum ellilífeyri.
Tryggingastofnuninni er heimilt að lækka mæðralaunin eða láta þau falla niður,
ef efnahagsástæður móðurinnar eru svo góðar, að hún þurfi þeirra ekki með.
19. gr. — Fæðingarstyrkur skal vera kr. 900.00 við hverja fæðingu.
20. gr. — Hver sú kona, sem verður ekkja innan 67 ára aldurs, á rétt á bótum
í 3 mánuði eftir lát eiginmanns hennar, kr. 600.00 mánaðarlega.
Ef ekkjan hefur barn yngra en 16 ára á framfæri sínu, á hún enn fremur rétt
á bótum í 9 mánuði í viðbót, kr. 450.00 mánaðailega.
21. gr. — Þegar niður falla bætur samkvæmt 20. gr., skal hver sú kona, sem
orðin var 50 ára við lát mannsins, öðlast rétt til árlegs lífeyris, allt að fullum ein-
staklings ellilífeyri miðað við 67 ára aldur. Lífeyrir þessi, sem miðast skal við aldur
konunnar, þegar lífeyrisrétturinn stofnast, skal lækka um 6% fyrir hvert ár eða
brot úr ári, sem vantar á að hlutaðeigandi sé 67 ára. Sama rétt eiga ekkjur, frá-
skildar konur og ógiftar mæður, ef þær eru orðnar 50 ára, þegar þær hætta að taka
barnalífeyri.
Tryggingaráð ákveður lífeyrinn með hliðsjón af fjárhagsástæðum hlutaðeig-
andi og verðlagssvæðum, þó aldrei lægri en 10% lífeyris.
2. verðlags-
svœði
kr. 450.00
— 900.00