Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 13
11
22. gr. — Til ársloka 1960 skal fullur elli- og örorkulífeyrir samkvæmt 13. gr.
því aðeins greiddur, að aðrar tekjur hlutaðeiganda en bætur samkvæmt lögum
þessum fari ekki fram úr lífeyri á 1. verðlagssvæði, svo sem hér greinir:
a. Einum og hálfum hluta einstaklingslífeyris, ef um einstakling er að ræða.
b. Tvöföldum einstaklingslífeyri, ef um hjón er að ræða.
c. Þreföldum einstaklingslífeyri, ef um hjón er að ræða og aðeins annað fær lífeyri.
Séu tekjurnar hærri, lækkar lífeyrir um sextíu hundraðshluta þess, sem um-
framtekjurnar nema. Þó skal lífeyrir annars hjóna aldrei vera hærri en lífeyrir
hjóna með sömu tekjur.
Heimilt er ríkisstjórninni til þess tíma, er í 1. mgr. segir, að ákveða með reglu-
gerð, að fengnum tillögum tryggingaráðs, takmörkun á barnalífeyrisgreiðslum sam-
kvæmt 17. gr., ef tekjur framfæranda fara fram úr ákveðinni upphæð. Þó má aldrei
skerða barnalífeyri fyrr en bætur og aðrar tekjur framfæranda samanlagðar nema
þreföldum hjónalífeyri, ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða, og þreföldum
einstaklingslífeyri að viðbættum barnalífeyri, ef um einstæðar mæður er að ræða.
Skerðing lífeyris vegna tekna skal miðast við síðasta skattframtal bótaþega. Breyt-
ist hagur hans verulega á bótaárinu, skal þó taka tillit til þess við ákvörðun bótanna.
23. gr. — Greiða má uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef lífeyrisþegi á ekki lög-
skyldan, aflögufæran framfæranda á lífi, sbr. 6. gr. laga nr. 80/1947, og sýnt þykir,
að hann geti ekki komizt af án hækkunar.
Uppbót þessa skal aðeins greiða þeim, sem:
a. þurfa sérstakrar umönnunar sökum sjúkleika eða ellilasleika,
b. dvelja á elliheimili, sjúkrahúsi eða öðru slíku hressingar- eða dvalarheimili,
c. eru einstæðingar.
Uppbótin skal miðast við ástæður lífeyrisþegans, en þó aldrei vera hærri en
lífeyrisupphæð skv. 13. gr. Uppbót og lífeyri samkvæmt b-lið skal hvorutveggja
miða við lífeyri 1. verðlagssvæðis.
Uppbót þessi greiðist að 2/5 af hlutaðeigandi sveitarsjóði og að 3/5 af Trygg-
ingastofnun ríkisins, og skal stofnuninni heimilt að verja upphæð, sem nemur allt
að 7% af heildarupphæð elli- og örorkulífeyris síðastliðins árs, í þessu skyni.
Tryggingastofnunin ákveður uppbót samkvæmt grein þessari eftir ástæðum líf-
eyrisþegans, að fengnum tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórnar.
Hlutur Tryggingastofnunarinnar greiðist því aðeins, að lilutur sveitarsjóðs sé
jafnframt greiddur.
C. Tekjur.
24. gr. — Útgjöld lífeyristrygginganna skulu eftirtaldir aðilar bera, og skulu
framlög og iðgjöld þeirra ákveðin með það fyrir augum, að kostnaðurinn skiptist
í þeim hlutföllum, er hér greinir:
a. Ríkissjóður 33%.
b. Hinir tryggðu 33%.
c. Sveitarsjóðir 19%.
d. Atvinnurekendur 15%.
25. gr. — Fyrir lok júlímánaðar ár hvert skal Tryggingastofnunin hafa gert
áætlun um útgjöld lífeyristrygginganna fyrir næsta almanaksár, sem þá þegar skal
senda félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Skal áætlunin miðuð við sömu vísi-
tölu og fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að miða fjárlög næsta árs við. Auk áætl-
aðra útgjalda má gera ráð fyrir tillagi til varasjóðs allt að 2% af áætluðum útgjöldum.
Samkvæmt þessari staðfestu áætlun skulu ákveðin iðgjöld og framlög næsta
árs, samkvæmt 24. gr.