Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 21
19
í samþykktum samlaga er heimilt að ákveða víðtækari hjálp vegna veikinda
svo og greiðslu fyrir tannlækningar. Sjúkradagpeningar mega þó eigi hærri vera en
slysadagpeningar, samkv. 36. gr.
53. gr. — Sjúkrasamlögin greiða sjúkradagpeninga, ef samlagsmaður, sem er
eldri en 16 ára og ekki nýtur elli- eða örorkulífeyris, verður óvinnufær vegna veik-
inda og tekjur hans falla niður að mildu eða öllu leyti.
Sjúkradagpeningar eru ekki greiddir lengur en 26 vikur samtals á hverjum 12
mánuðum. Þó er samlagsstjórn lieimilt að ákveða, að fengnu samþykki trygginga-
ráðs, að dagpeningar skuli greiddir lengur, ef lækningatilraunum er ekki lokið og
óvíst er, livort um varanlega örorku verður að ræða.
Launþegar og einyrkjar njóta sjúkradagpeninga frá og með 11. veikindadegi,
ef þeir eru óvinnufærir a. m. k. 14 daga, en atvinnurekendur frá og með sjöttu
sjúkraviku. Atvinnurekandi telst í þessu sambandi hver sá, sem kaupir svo mikla
vinnu, að honum beri að greiða gjald skv. 29. gr. af meiru en 52 vikum. Upphaf
biðtímans miðast við þann dag, sem læknis er fyrst vitjað eða sjúklingurinn fluttur
í sjúkrahús.
Sjúkradagpeningar skulu ekki vera lægri en kr. 12.00 á dag fyrir einhleypan
mann eða konu; kr. 15.00 fyrir kvæntan mann og gifta konu, sem er fyrirvinna
heimilis, og kr. 3.00 fyiir hvert barn á framfæri, allt að þremur.
Sjúkradagpeningar mega þó ekki vera hærri en svo, að þeir ásamt öðrum tekj-
um hlutaðeigandi nemi sjúkradagpeningum samkvæmt grein þessari að viðbættum
þriðjungi, og aldrei fara fram úr þrem fjórðu hlutum þeiira tekna, sem hlutaðeigandi
hefur misst vegna veikindanna. Ef ósannað er, að skilyrði þessarar málsgreinar séu
uppfyllt, má fresta úrskurði um dagpeninga þar til fullnægjandi upplýsingar um
tekjur á veikindaárinu eru fyrir hendi
Gift kona fær ekki greidda sjúkradagpeninga, þótt hún missi atvinnutekjur, ef
maður hennar getur séð henni farborða. Sama gildir um kvæntan mann, ef konan er
tekjuaflandi. Ef hlutaðeigandi hefur ekki unnið utan heimilis, er heimilt að greiða
dagpeninga, allt að því sem svarar lífeyrisupphæð samkvæmt 13. gr.
54. gr. — Leita skal staðfestingar Tryggingastofnunar ríkisins á samningum,
sem sjúkrasamlög gera við lækna, lyfjabúðir og sjúkrahús um greiðslur til full-
nægingar á ákvæðum 52. gr., nema Tryggingastofnunin geri sjálf samningana í um-
boði hlutaðeigandi samlags.
Náist ekki samkomulag við lækna, skal gerðardómur ákveða samningskjörin.
Tilnefna samningsaðilar einn gerðarmann hvor, en Hæstiréttur skipar oddamann.
Verði gerðardómur ekki fullskipaður, fellur niður veiting bóta, eftir því sem við á
samkvæmt 52. gr. b. og c., en iðgjöld liinna tryggðu lækka að sama skapi. Þó skal
sjúkrasamlagsstjórn heimilt að ákveða, að fengnu samþykki tryggingaráðs, í stað
þess að lækka iðgjöldin, að verja því fé, sem sparast við það, að bætur eru ekki
veittar samkvæmt 52. gr. b. og c., til aukinnar greiðslu sjúkradagpeninga, f jölskyldu-
bóta eða til hinna tryggðu upp í kostnað við læknislijálp.
Ef ekki næst samkomulag við opinber sjúkraliús um daggjald, ákveður heil-
brigðismálaráðuncytið daggjaldið í einu lagi fyrir sjúkrahúsvist og þjónustu, sbr.
52. gr. a. Sé um einkasjúkrahús að ræða, getur Tryggingastofnunin ákveðið, að sam-
lag endurgreiði sjúklingum tiltekna upphæð fyrir livern legudag upp í kostnaðinn.
Breyting daggjalda skal jafnan tilkynnt Tryggingastofnun ríkisins með a. m. k.
tveggja mánaða fyrirvara.
55. gr. — Nú vill samlagsmaður leita sér lækninga utan samlagssvæðis, og er
þá samlagi hans heimilt að greiða kostnað af því, eftir því sem nánar er ákveðið í sam-
þykktum þess.