Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 10
8
5. gr. — Sameinað Alþingi kýs á fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþingis
kosningar fimm menn í tryggingaráð og aðra fimm til vara. Ráðherra skipar for-
mann og varaformann tryggingaráðs úr hópi hinna kjörnu aðalmanna.
Ráðherra ákveður þóknun tryggingaráðsmanna.
6. gr. — Tryggingaráð skal hafa eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemi
Tryggingastofnunar ríkisins og gæta þess, að hún starfi í samræmi við lög og reglu-
gerðir á hverjum tíma.
Rísi ágreiningur um bætur, leggur trygg ngaráð úrskurð á málið.
Leita skal samþykkis tryggingaráðs á:
a. hinni árlegu fjárhagsáætlun stofnunarinnar;
b. ársreikningum stofnunarinnar;
c. ákvörðunum um iðgjaldaupphæðir;
d. öllum heildarsamningum við lækna, sjúkrahús og önnur slík dvalarheimili;
e. meginreglum um notkun heimildarákvæða;
f. öllum lánveitingum og verðbréfakaupum og sölum;
g. öðrum þeim atriðum, sem lög þessi ákveða.
Þá getur forstjóri og borið önnur mál undir tryggingaráð, ef honum finnst
ástæða til.
Formaður tryggingaráðs hefur f. h. ráðsins stöðugt, daglegt eftirlit með starf-
semi stofnunarinnar.
7. gr. — Vinnuveitendasamband íslands, AJþýðusamliand íslands, Stéttarsam-
band bænda og Landssamband íslenzkra útvegsmanna skipa hvert um sig einn mann,
sem hefur rétt til að taka þátt í umræðum tryggingaráðs og gera tillögur þegar skipt
er í áhættuflokka og ákveðin iðgjöld atvinnurekenda til slysatrygginga. SkalTrygg-
ingastofnuninni skylt að láta þeim í té allar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru
vegna þessa starfs.
8. gr. — Aðalskrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins eru í Reykjavík.
Utan Reykjavíkur skulu sýslumenn og bæjarfógetar annast umboðsstörf fyrir
Tryggingastofnunina, hver í sínu umdæmi. Þóknun til sýslumanna og bæjarfógeta
fyrir þessi aukastörf skal ákveðin í reglugerð, sem samin sé í samráði við forstjóra
Tryggingastofnunarinnar og stjórn félags béraðsdómara.
Ráðherra ákveður þátttöku Tryggingastofnunarinnar í skrifstofukostnaði sýslu-
manna og bæjarfógeta vegna umboðsstarfa þessara.
9. gr. — Reikningar Tryggingastofnunar ríkisins fyrir síðast liðið ár skulu
jafnan fullgerðir eigi síðar en 1. júlí ár hvert. Skulu þeir endurskoðaðir á sama
hátt og reikningar annarra ríkisstofnana.
Að lokinni endurskoðun og afgreiðslu tryggingaráðs, skulu reikningarnir
sendir félagsmálaráðuneytinu, sem síðan lætur birta þá í B-deild Stjórnartíð-
inda.
Tryggingastofnunin skal gefa út árbók með sem gleggstum upplýsingum um
alla starfsemi stofnunarinnar.
II. KAFLI
Lífeyristryggingar.
A. Almenn ákvœði.
10. gr. — Landinu er skipt í tvö verðlagssvæði. Til fyrsta verðlagssvæðis teljast
kaupstaðir og kauptún með 2000 íbúum eða fleiri, til annars verðlagssvæðis allir
aðrir staðir á landinu. Heimilt er að færa sveitarfélag milli verðlagssvæða, ef rök-
studdar óskir þess efnis koma frá hlutaðeigandi sveitarstjórn.