Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 16
14
B. BœtuT.
33. gr. — Launþegar, samkvæmt 32. gr., sem verða fyrir slysi, samkvæmt 30.
gr., eiga rétt til slysabóta, svo og vandamenn þeirra, eftir því sem nánar er ákveðið
í lögum þessum.
34. gr. — Slysatryggingarnar taka til sjúkrahjálpar, dagpeninga, örorkubóta
og dánarbóta.
35. gr. — Ef bótaskylt slys veldur sjúkleika og vinnutjóni lengur en 10 daga,
skal greiða liinum slasaða nauðsynlega læknishjálp og sjúkrahúsvist frá þeim tíma,
er slysið vildi til, svo og 3/4 hluta af nauðsynlegum lyfja- og umbúðakostnaði utan
sjúkrahúss, og að fullu í sjúkrahúsi. Læknishjálp og sjúkrahúsvist greiðist eftir
gjaldsltrá, sem staðfest er af heilbrigðismálaráðuneytinu, ef ekki er öðtuvísi um
samið. Auk þess er heimilt að greiða fyrir sjúkraleikfimi, hjúlcrun í heimahúsum
og flutning á slösuðum mönnum, fyrst eftir slys, enda séu slíkar aðgerðir taldar
nauðsynlegar að dómi tryggingayfirlæknis.
Nú veldur slys óvinnuhæfni skemur en 10 daga, en hefur þó í för með sér sjúkra-
kostnað, sem ekki er almennt greiddur af sjúkrasamlögum, og getur þá trygginga-
ráð heimilað greiðslu á slíkum kostnaði í hverju einstöku tilfelli.
36. gr — Dagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir að slysið varð, enda
hafi hinn slasaði verið óvinnufær í minnst 10 daga. Dagpeningar greiðast þangað
til hinn slasaði verður vinnufær, úrskurður er felldur um varanlega örorku hans
eða hann deyr, þó ekki lengur en 26 vikur.
Tryggingaráði er heimilt að ákveða, að dagpeningar skuli greiddir lengur, eink-
um ef ekki er lokið lækningatilraunum og óvíst er, hvort um varanlega örorku
verður að ræða, og líkur eru til, að afstýra megi eða draga úr örorku með lengri
bótagreiðslu.
Dagpeningar eru kr. 22.50 á dag fyrir einhleypan mann eða konu, kr. 26.00
fyrir kvæntan mann eða gifta konu og kr. 3.50 fyrir hvert barn á framfæri, allt að
þremur.
Greiðslur samkvæmt grein þessari mega ekki fara fram úr 3/4 af dagkaupi bóta-
þega við þá atvinnu, er hann stundaði, er slysið varð, og mega ekki, ásamt launa-
tekjum, nema meiru en upphæð dagpeninga, að viðbættum þriðjungi.
37. gr. — Ef slys veldur varanlegri örorku, skal greiða þeim, er fyTÍr því varð,
örorkulífeyri 1. verðlagssvæðis eftir reglum 14. gr., síðustu mgr., eða örorkubætur
í einu lagi. Skerðingarreglur 22. gr. taka þó ekki til slysalífeyris.
Ef örorkan er 50% eða meiri, greiðist hálfur örorkulífeyrir fyrir 50% örorku,
hækkar síðan um 2% fyrir hvert örorkustig, sem við bætist, unz örorkan nemur
75%, þá greiðist fullur lífeyrir.
Nú er örorka metin 50% eða meiri, og skal þá auk örorkulífeyris greiða lífeyri
vegna maka og barna yngri en 16 ára, sem voru á framfæri bótaþega, þegar slysið
bar að höndum, eftir reglum 38. gr. Ef örorkan er alger, skal greiða fullar bætur, en
sé orkutapið minna, lækka bæturnar um 2% fyrir hvert 1%, sem vantar á fulla
örorku. Barnalífeyrir skal þó ekki vera lægri en verið hefði, ef hann hefði verið
ákveðinn eftir fyrirmælum laganna um barnalífeyri til öryrkja, sbr. 17. gr.
Ef orkutap er minna en 50%, er Tryggingastofnuninni heimilt að greiða ör-
orkubætur í einu lagi, sem jafngilda lífeyri hlutaðeiganda, samkvæmt reglum er
ráðuneytið setur, að fengnum tillögum tryggingaráðs. Ella greiðist lífeyrir í hlut-
falli við örorkuna.
Örorkubætur greiðast ekki, ef orkutapið er metið minna en 15%.