Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 20
18
samlögunum fyrr en 10% af fé því, sem ætlað er til jöfnunar hverju sinni, hefur
verið lagt í varasjóð, unz varasjóður nemur 50% þess fjár, sem varið var til
jöfnunar næsta ár á undan
Stjórn héraðssamlags gerir árlega reikning um jöfnunina, sem senda skal Trygg-
ingastofnun ríkisins ásamt fylgiskjölum til endurskoðunar og úrskurðar.
B. Bœtur.
50. gr. — Sérhverjum manni, karli eða konu, 16 ára eða eldri, er skylt að tryggja
sér rétt til bóta, er sjúkratryggingin veitir, með greiðslu iðgjalda samkv. 57. gr., í
þvi samlagi, er starfar þar, sem hann á heimilisfang. Undanþegnir tryggingarskyld-
unni eru þeir, sem haldnir eru sjúkdómi, sem lög nr. 78 frá 1936 um ríkisfram-
færslu sjúkra manna og örkumla taka til, á meðan þeir dvelja í sjúkrahúsi eða hæli
á kostnað ríkisframfærslunnar.
Börn samlagsmanna, þar með talin stjúpbörn og fósturbörn, yngri en 16 ára,
sem eru á framfæri þeirra, eru sjúkratryggð með þeim. Séu foreldrar samvistum,
njóta börnin fullra réttinda, ef hvorugt foreldranna er í vanskilum við samlagið,
en hálfra réttinda, ef annað er í vanskilum. Séu foreldrarnir ekki samvistum, fylgir
barnið tryggingu þess, sem foreldraráðin hefur.
51. gr. — Þeir, sem verða samlagsmenn þegar við 16 ára aldur, eða flytjast
milli samlaga, samkvæmt 56. gr., öðlast réttindi án biðtíma. Biðtími annarra, þar
á meðal þeirra, sem misst hafa réttindi vegna vanskila, sbr. 78. gr., sltal að jafnaði
vera 6 mánuðir frá því iðgjaldagreiðsla þeirra hófst. Heimilt er þó að ákveða annan
biðtíma í samþykktum samlags, svo og, að biðtími skuli, ef iðgjaldsskuld er greidd
að fullu, aðeins gilda um rétt til sjúkrahúsvistar og dagpeninga. Maður, sem verður
tryggingarskyldur að aflokinni dvöl í sjúkrahúsi eða hæli á vegum ríkisframfærsl-
unnar, sbr. 50. gr., fær þó full réttindi án biðtíma.
52. gr. — í samþykktum sjúkrasam'aga skal tekið fram, hverra réttinda sam-
lagsmenn njóta. Ætíð skal þó sjúkrasamlag veita þá hjálp, sem hér er talin:
a. Ókeypis vist að ráði samlagslæknis í sjúkrahúsi, sem samlagið hefur samning
við, eins lengi og nauðsyn krefur, svo og læknishjálp, lijúkrun, lyf og önnur
þjónusta, sem þar er veitt. Þó greiðir samlag ekki sjúkrahúsvist lengur en 5
vikur alls vegna ellikramar og alvar'egra, langvinnra sjúkdóma, sem lög nr.
78/1936 taka til.
b. Almenn læknishjálp utan sjúkrahúsa hjá samlagslækni sjúklings eða öðrum
lækni, ef slíkar vitjanir eru heimilaðar í samþykktum samlagsins. Samlags-
menn á 1. verðlagssvæði, skv. 10. gr., greiða þó 5 kr. fyrir hvert viðtal á lækn-
ingastofu og 10 kr. fyrir hverja vitjun. Breytist kauplagsvísitala um 10% eða
meira, skal samræma greiðslurnar þeirri breytingu.
c. Nauðsynlegar rannsóknir, eftir tilvísun samlagslæknis, hjá sérfræðingum að %
hlutum. Sjúkrasamlagsstjórn getur takmarkað heimild samlagslækna til til-
vísana samkvæmt þessurn lið.
d. Lyf, sem samlagsmanni er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri, að fullu og
önnur nauðsynleg lyf að % e^a Vl- Tryggingastofnunin lætur gera skrá um þá
lyfjaflokka, sem hér um ræðir, og skal skráin staðfest af heilbrigðisstjórninni.
e. Röntgenmyndir og röntgenskoðun að % samkvæmt gjaldskrá, er heilbrigðis-
stjórnin setur.
f. Sjúkradagpeninga samkv. ákvæðum 53. gr.
g. Dvöl á sjúkrahúsi eða fæðingarstofnun, sem fram yfir er fyrstu 9 dagana eftir
hverja fæðingu.