Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 33
31
daga á síðastliðnum sex mánuðum. Hafi liinn tryggði vinnu eftir að hann hefur
öðlazt rétt til bóta, skal við ákvörðun þess dagafjölda, sem greiða skal bætur fyrir,
draga frá einn atvinnuleysisdag fyrir hverja þrjá daga, sem hann hefur vinnu.
Hafi hinn tryggði samfellt vinnu í 12 daga eða 18 daga af síðustu 24 dögum,
fellur réttur hans til bóta niður, og þarf hann þá að fullnægja skilyrðum 15. gr.,
c-liðs, til þess að öðlast bótarétt að nyju.
Heimilt skal að fella niður eða stytta biðtíma þeirra, sem notið hafa sjúkra-
eða slysadagpeninga og verða atvinnulausir, þegar þær greiðslur falla niður.
Atvinnuleysisbætur greiðast ekki fyrir helgidaga og ekki fyrir skemmri tíma
en þrjá daga, og engum skal greiða slíkar bætur lengur en fjóra mánuði ár hvert.
18. gr. — Atvinnuleysisbætur skulu vera kr. 12.00 á dag fyrir einhleypan mann,
kr. 15.00 á dag fyrir kvæntan mann og kr. 3.00 á dag fyrir hvert bam, allt að þremur,
yngra en 16 ára, sem er á fullu framfæri bótaþega. í reglugerð samkvæmt 14. gr.
má ákveða liærri bætur, þó eigi hærri bætur en svo, að þær nemi kr. 26.00 á dag
fyrir einhleypan mann, kr. 30.00 á dag fyrir kvæntan mann og kr. 4.00 á dag fyrir
hvert barn, allt að þremur, yngra en 16 ára, sem er á fullu framfæri bótaþega.
Upphæð atvinnuleysisbóta má eigi vera hærri en svo, að þær ásamt öðrum
tekjum bótaþega nemi 75% af almennu dagvinnukaupi verkamanna í Reykjavík
fyrir 8 stunda vinnu, eða kaupi verkakonu, ef um konu er að ræða.
Bótagreiðsluupphæðir samkvæmt grein þessari eru grunnupphæðir, sem greiða
ber verðlagsuppbætur á samkvæmt visitölu, eftir sömu regluin og greitt er a laun
almennra verkamanna í Reykjavík.
Eigi má gera fjárnám eða lögtak í botafe samkv. lögum þessum ne halda þvi
til greiðslu opinberra gjalda.
19. gr. — Bætur greiðast úr sérreikningi þess félags, sem bótaþegi telst til. Nú
er fé eigi fyrir hendi á sérreikningi félags eða sambands til greiðslu bóta, og er þá
sjóðsstjórn heimilt að lána stofnfé atvinnuleysistryggingasjóðs í þessu skyni. Ef
einnig er þrotið stofnfé sjóðsins, er heimilt að lána milli sérreikninga með ábyrgð
ríkissjóðs.
Bætur greiðast ekki, ef fé þrýtur til bótagreiðslna samkvæmt grein þessari.
20. gr. — Umsóknir um bætur skulu ritaðar á eyðublöð, er stjórn atvinnu-
leysistryggingasjóðs lætur gera. Skulu eyðublöð þessi fást hjá úthlutunarnefndum,
skrifstofum Tryggingastofnunarinnar, umboðsmönnum hennar og annars staðar
eftir því, sem henta þykir.
Umsækjendum er skylt að svara öllum spurningum og gefa allar upplýsingar,
sem nauðsynlegar eru til þess að hægt se að urskuiða bætur.
Umsóknir skulu sendar útlilutunarnefnd til úrskurðar, sbr. 14. gr.
21. gr. — Úthlutunarnefnd gerir vikulega skrá um þá menn, er hún úrskurðar
bætur. Sé ágreiningur um úthlutun, skal þess getið á skránni og tilgreint í hverju
ágreiningur sé fólginn. Skrá þessi skal send umboðsmönnum Tryggingastofnunarinn-
ar (í Reykjavík, aðalskrifstofunni).
Úthlutunarnefnd annast sjálf greiðslu bóta, nema hún kjósi að fela Trygginga-
stofnuninni eða umboðsmönnum hennar bótagreiðslurnar. Að fenginni úthlutunar-
skrá, skal Tryggingastofnunin, að lokinni athugun sinni á skránni, sbr. 15.—18. gr.
laga þessara, láta úthlutunarnefnd í té skrá um bæturnar ásamt nægilegu fé til
greiðslu þeirra. Úthlutunarnefnd annast þá greiðslu bótanna til einstakra bótaþega,
gegn kvittun þeirra á skrána. Að loknum bótagreiðslum skal úthlutunarnefnd af-
henda Tryggingastofnuninni skrána.
22. gr. — Lög þessi skulu endurskoðuð eftir tvö ár í samráði við verkalýðs-
samtökin og samtök atvinnurekenda.