Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 25
23
framtal vinnuvikna sé rétt, skal áætla tölu þeirra eftir öðrum upplýsingum, er
framtalið sýnir, en séu þær ófullnægjandi eða hafi framtali ekki verið skilað, þá
eftir mati skattanefndar eða skattstjóra.
Skattfrjálsir aðilar, er hafa í þjónustu sinni launþega, sem rétt eiga til slysa-
bóta samkvæmt 35.—38. gr., skulu senda hlutaðeigandi skattyfirvaldi framtöl um
vinnuvikur á sama hátt og skattskyldir atvinnurekendur.
í reglugerð samkvæmt síðustu málsgrein 43. gr. skal kveða á um álagningu og
innheimtu ársiðgjalda vegna tækja þeirra, er þar greinir.
74. gr. — Gjaldskrár samkvæmt 72. og 73. gr. skulu liggja frammi almenn-
ingi til sýnis samtímis skattskrám.
Kæra má til yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar eftir sömu reglum og
gilda um kærur út af tekjuskatti. Yfirskattanefnd og ríkisskattanefnd skulu endur-
skoða og leiðrétta gjaldskrárnar með sama hætti og skrár um tekju- og eignarskatt.
Gjalddagar iðgjalda skulu ákveðnir í reglugerð.
75. gr. — Iðgjöld samkvæmt 72. og 73. gr. skulu innheimt af þeim innheimtu-
mönnum ríkisins, sem innheimta tekju- og eignarskatt. Tryggingastofnun ííkisins
innheimtir þó sjálf iðgjöld, sem ríkissjóði eða ríkisstofnunum ber að greiða. Skulu
ákvæði laga nr. 46 14. apríl 1954, um tekjuskatt og eignarskatt, þar á meðal um
dráttarvexti og lögtaksrétt, gilda um innheimtu iðgjaldanna.
Innheimtumenn ríkisins annast innheimtu á framlögum sveitarfélaga. Gera má
lögtak hjá sveitarfélagi fyrir vangreiddum framlögum, m a. í álögðum, ógreiddum
bæjar- eða sveitargjöldum. Þó getur Tryggingastofnun ríkisins annast innheimtuna
sjálf í einstökum lögsagnarumdæmum, ef hún kýs það.
Um gjald fyrir innheimtu af iðgjöldum, samkv. lögum þessum, fer eftir launa-
lögum.
Sjúkrasamlagsiðgjöld greiðast til samlaganna. Verði vanskil, innheimta bæjar-
stjórnir og sveitarstjórnir lijá gjaldanda eða þeim, sem ábyrgð ber á greiðslunni, og
má innheimta iðgjöldin með lögtaki.
76. gr. — Meistarar í iðnaði skulu greiða iðgjöld fyrir nema sína, og útgerðar-
menn sjúkrasamlagsiðgjöld lögskráðra sjómanna. Oheimilt er að draga iðgjöldin frá
kaupi þessara manna.
Nú sækir maður til sveitarstjórnar um, að sveitarsjóður greiði fyrir hann ið-
gjöld hans, sakir þess að hann sé ekki fær um það af eigin rammleik, og tekur þá
sveitarstjórn ákvörðun um umsóknina með tilliti til ástæðna hlutaðeiganda. Þó á
iðgjaldsgreiðandi jafnan rétt á því, að sveitarsjóður greiði fyiir hann iðgjald sam-
kvæmt 27. gr., ef tekjur hans og eignir eru svo rýrar, að honum beii ekki að greiða
tekjuskatt eða eignarskatt það ár, og má ekki krefja hann um hærri hluta iðgjalds-
ins en svo, að nemi helmingi skattgjaldstekna hans, unz fullu iðgjaldi er náð.
Greiðir sveitarsjóður það, sem á vantar fullt iðgjald. Nú greiðir sveitarsjóður íð-
gjald samkvæmt þessari málsgrein, og ákveður sveitarstjórn þá, hvort og á hvern
hátt hún krefur hann um endurgreiðslu. Ákvæði þessarar málsgreinar taka aðeins
til launþega og einyrkja.
Lífeyristryggingin greiðir sjúkrasamlagsiðgjöld þeirra, er njóta elli- og ör-
orkulífeyris. Hjón eru ábyrg fyrir sjúkrasamlagsiðgjöldum hvors annars og for-
eldrar og fósturforeldrar fyrir sjúkrasamlagsiðgjöldum barna sinna, sem á vegum
þeirra eru. Sveitarsjóðir greiða iðgjöld þeirra manna, sem eru á föstu sveitar-
framfæri.
77. gr. — Þeir, sem laun greiða, skulu, ef innheimtumaður eða sjúkrasamlag
krefst þess, halda eftir iðgjöldum launþega, þegar kaup er greitt, og greiða síðan til
innheimtumanna. Nú vanrækir launagreiðandi að halda eftir af kaupi, og má þá