Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Blaðsíða 86
Sjúkrasamlög
1. Fjöldi samlaga og samlagsmanna.
Frá því er alþýðutryggingalögin frá 1936 komu til framkvæmda, hefur sjúkra-
samlögum tvívegis fjölgað mjög mikið, þ. e. árin 1944—1945 að lokinni atkvæða-
greiðslu, sem látin var fara fram í hverjum hreppi, þar sem samlag var ekki starf-
andi, og 1951, þegar starfandi skyldi vera sjúkrasamlag í kverjum hreppi landsins.
Frá gildistöku alþýðutryggingalaganna hefur fjöldi sjúkrasamlaga verið sem
hér segir:
Árið 1937 .... 9 Árið 1944 73 Árið 1951 226
1938 .... 10 „ 1945 139 „ 1952 226
1939 .... 12 „ 1946 151 „ 1953 225
1940 .... 19 „ 1947 147 „ 1954 225
1941 .... 26 „ 1948 148 „ 1955 225
1942 .... 34 „ 1949 156 „ 1956 225
»» 1943 .... 35 „ 1950 166
Árið 1947 voru lögð niður fjögur skólasamlög, og árið 1952 var Sjúkrasamlag
Sléttuhrepps lagt niður. í lögunum frá 1956 var ekki gert ráð fyrir starfsemi skóla-
samlaga og hefur því Sjúkrasamlag Eiðaskóla hætt störfum.
Fjölgun samlagsmanna hefur ekki verið hlutfallslega eins mikil og fjölgun sam-
laga, þar eð yfirleitt voru það fámenn sveitasamlög, sem síðast tóku til starfa.
Tryggingastofnunin hefur ekki fengið árlega vitneskju um fjölda samlagsmanna í
hverju samlagi, og hefur hann því verið reiknaður út eftir ársiðgjaldi í hverju
samlagi og heildariðgjöldum þess. Ymis atvik geta valdið því, að þessi aðferð veiti
ekki rétta hugmynd um fjölda í einstökum samlögum eða jafnvel samlagsmanna-
fjölda í landinu í heild. Koma þar til áraskipti í innheimtu, iðgjaldabreytingar,
sem Tryggingastofnunin fær ekki vitneskju um á réttum tíma, mismunandi færslur
ársreikninga o. fl.
í töflu 41 eru sýnd iðgjöld sjúkrasamlaga 1954—1956 og fjöldi samlagsmanna
1954—1955, reiknaður á ofangreindan hátt. Sjúkrasamlag Eiðaskóla er þar ekki
talið með, og örfáar tölur eru áætlaðar, þar eð ársreikningar hafa ekki borizt.
Á það skal hent, að Tjúkrasamlag Tunguhrepps hefur skipt um nafn og heitir
nú Sjúkrasamlag Hróarstunguhrepps.
Eins og áður er getið, er fólk 67 ára og eldra tryggingarskylt frá 1. apríl
1956 að telja, en fram til þess tíma var því heimilt, en ckki skylt, að vera í
sjúkrasamlagi. Þótt tekið sé tillit til þess, að nokkur hluti gamalmenna hefur
ekki verið tryggður og ekki heldur þeir, sem dveljast í sjúkrahúsi eða hæli á
kostnað ríkisframfærslunnar, vantar samt allmikið á, að allir landsmenn séu í
réttindum samkvæmt þeim tölum, sem fást á ofangreindan hátt. Árið 1954
nam þannig fjöldi samlagsmanna 91,1 % af fjölda landsmanna 16 ára og eldri,
en árið 1955 nam hann 90,7 %.