Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 12

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 12
10 16. gr. — Fjölskyldubætur skulu greiddar foreldrum með hverju bami, þar með talin stjúpbörn og kjörbörn, sem eru umfram tvö í fjölskyldu, og eru á fullu framfæri foreldranna. Við ákvörðun fjölskyldubóta skulu ekki talin með þau börn í fjölskyldunni, sem eiga framfærsluskyldan föður utan hennar. Greiða má fósturforeldrum fjölskyldubætur með fósturbarni, ef fullvíst er, að barnið sé á framfæri þeirra og haíi verið talið á framfæri þeirra samkvæmt skatt- framtali undanfarin þrjú ár, enda ekki verið talið jafnframt á framfæri annars. Stytta má tímabil þetta, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, svo sem ef barn er tekið í fóstur á fyrsta aldursári. Árlegar fjölskyldubætur skulu vera sem hér segir: u verðlags svæði Með þriðja barni í fjölskyldu ............. kr. 600.00 Með hverju barni umfram 3 í fjölskyldu . . — 1200.00 17. gr. — Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 16 ára, ef faðirinn er látinn eða annaðhvort foreldranna er elli- eða ö^orkulífeyrisþegi. Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og stjúpbörn, þegar eins stendur á. Þó er ekki greiddur barnalífeyrir með stjúpbörnum, sem eiga framfærsluskyldan föður á lífi, eða með kjörbörnum, nema þau hafi verið á framfæri hins látna eða örorkulífeyrisþegans a. m. k. 2 síðustu árin, eða ellilífeyrisþegans a. m. k. 5 síðustu árin áður en lífeyrisrétturinn gat stofnazt. Þó er tryggingaráði heimilt að stytta þessa fresti, ef sýnt þykir, að ættleiðingin standi ekki í sambandi við væntanlegan bótarétt. Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum barnalífeyri, ef fyrir- sjáanlegt er, að tekjur hans hrökkvi ekki til að sjá fjölskyldunni farborða. Barnalífeyrir greiðist móður eða foreldrum barnanna, enda séu þau á fram- færi þeirra, eða þeim öðrum, er annast framfærslu þeirra að fullu. Arlegur barnalífeyrir með bverju barni skal vera kr. 2400.00 á 1. verðlags- svæði og kr. 1800.00 á 2. verðlagssvæði. Heimilt er að hækka barnalífeyri vegna munaðarlausra barna um allt að 50%. 18. gr. — Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa tvö börn eða fleiri undir 16 ára aldri á framfæri sínu. Árleg mæðralaun skulu vera þriðjungur óskerts ellilífeyris einstaldings með hverju barni umfram eitt, og þó aldrei hærri en nemur fullum ellilífeyri. Tryggingastofnuninni er heimilt að lækka mæðralaunin eða láta þau falla niður, ef efnahagsástæður móðurinnar eru svo góðar, að hún þurfi þeirra ekki með. 19. gr. — Fæðingarstyrkur skal vera kr. 900.00 við hverja fæðingu. 20. gr. — Hver sú kona, sem verður ekkja innan 67 ára aldurs, á rétt á bótum í 3 mánuði eftir lát eiginmanns hennar, kr. 600.00 mánaðarlega. Ef ekkjan hefur barn yngra en 16 ára á framfæri sínu, á hún enn fremur rétt á bótum í 9 mánuði í viðbót, kr. 450.00 mánaðailega. 21. gr. — Þegar niður falla bætur samkvæmt 20. gr., skal hver sú kona, sem orðin var 50 ára við lát mannsins, öðlast rétt til árlegs lífeyris, allt að fullum ein- staklings ellilífeyri miðað við 67 ára aldur. Lífeyrir þessi, sem miðast skal við aldur konunnar, þegar lífeyrisrétturinn stofnast, skal lækka um 6% fyrir hvert ár eða brot úr ári, sem vantar á að hlutaðeigandi sé 67 ára. Sama rétt eiga ekkjur, frá- skildar konur og ógiftar mæður, ef þær eru orðnar 50 ára, þegar þær hætta að taka barnalífeyri. Tryggingaráð ákveður lífeyrinn með hliðsjón af fjárhagsástæðum hlutaðeig- andi og verðlagssvæðum, þó aldrei lægri en 10% lífeyris. 2. verðlags- svœði kr. 450.00 — 900.00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.