Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 32
30
kostnaður, svo sem þóknun stjórnarnefndarmanna skv. 2. gr. og kostnaður Trygg-
ingastofnunar ríkisins vegna starfa þeirra, sem henni eru falin með lögum þessum,
greiðist af fé atvinnuleysistryggingasjóðs, og skal þeim kostnaði jafnað niður hlut-
fallslega miðað við tekjur, er koma á sérreikninga á árinu.
15. gr. — Rétt til bóta samkvæmt lögum þessum hafa þeir menn á aldrinum
16—67 ára, sem:
a. eru fullgildir meðlimir í verkalýðsfélögum, sem lög þessi taka til og hafa 20
meðlimi eða fleiri. Þó skulu meðlimir félaga, sem hafa færri meðlimi en 20, og
gert hafa samning við atvinnurekendur um greiðslur til atvinnuleysistrygginga-
sjóðs fyrir gildistöku þessara laga, öðlast rétt til bóta samkvæmt lögum þessum.
b. hafa á síðustu 12 mánuðum stundað a. m. k. samtals í 6 mánuði vinnu, sem
goldin er samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta verkalýðsfélags. Bótaréttur
glatast ekki þó að hlutaðeigandi vinni um tíma önnur liliðstæð störf, t. d. kaupa-
vinnu.
c. sanna með vottorði vinnumiðlunar, samkvæmt lögum um vinnumiðlun, að þeir
hafi á síðastliðnum sex mánuðum verið atvinnulausir a. m. k. 36 virka daga,
þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. í þessu sambandi teljast ekki með þeir dagar,
sem lilutaðeigandi hefur átt í verkfalli eða verkbanni, sbr. 16. gr. a-lið, eða
notið atvinnuleysisbóta. I reglugerð, sbr. 14. gr., má ákveða lengri biðtíma og
fleiri atvinnuleysisdaga sem almennt skilyrði bótaréttar en gert er í þessum
staflið. Enn fremur má í reglugerð setja sérákvæði um lengri biðtíma þeirra,
sem hafa árstíðabundna vinnu, hafa tekjur af eigin atvinnurekstri eða hafa haft
hærri tekjur en almennt gerist í byggðarlagi þeirra síðustu sex mánuði, svo og
um styttri biðtíma fyrir þá, sem hafa búið við skertan vinnutíma undanfarið.
Þeir, sem orðnir eru 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, eiga rétt til atvinnu-
leysisbóta
16. gr. — Bætur greiðast ekki þeim, sem:
a. taka þátt í verkfalli eða verkbann nær til.
b. njóta slysa-, sjúkra- eða örorkubóta samkvæmt almannatryggingalögunum.
c. misst hafa vinnu af ástæðum, sem þeir eiga sjálfir sök á, svo sem drykkju-
skaparóreglu.
d. sviptir eru frelsi sínu að opinberri tilhlutan.
e. ófærir eru til vinnu eða neita vinnu, er þeim býðst að tilhlutan vinnumiðl-
unarskrifstofu, samkvæmt lögum um vinnumiðlun, eða á annan hátt, svo að
sannað sé, þó því aðeins að ekki hvíli verkfall eða verkbann á vinnunni og
kaupgjald og vinnutími sé í samræmi við taxta eða kjarasamninga hlutaðeig-
andi verkalýðsfélags, og ekki sé annað vanhæfi á vinnunni, sem útlilutunai-
nefnd samkv. 14. gr. tekur gilt. Bótaréttur glatast þó eigi, þótt hafnað sé vinnu
í öðru byggðarlagi eða í annarri starfsgrein, fyrr en hlutaðeigandi hefur notið
bóta í 4 vikur.
f. hafa á síðustu 6 mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr 75% af meðalárstekj-
um almennra verkamanna eða verkakvenna, ef um konu er að ræða, í heima-
byggð næstliðið ár. Þó skal ekki miða við hærri tekjur en 300 daga dagvinnu-
kaup verkamanns eða verkakonu í Reykjavík,
g. dvelja erlendis.
17. gr. — Sá, sem öðlast rétt til bóta samkvæmt 15. gr., á þegar rétt til bóta
fyrir þá virka daga umfram sex, sem hann hefur verið atvinnulaus á síðustu 18
dögum virkum. Sé um algert og samfellt atvinnuleysi að ræða undanfarna 18 daga
virka, getur úthlutunarnefnd ákveðið, að hefjast skuli greiðsla bóta frá og með
16. atvinnuleysisdegi, enda þótt eigi sé fullnægt skilyrðum um 36 atvinnuleysis-