Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 53 krókslandi að mestu ræktaðir. Sjálfur var Jón sá fyrsti, sem byrjaði ræktun á Sauðármóum, og heppnaðist hún vel, en áður töldu menn, að þeir væru óræktanlegir. Hefur Jón ræktað 12 dagsláttur lands, og telur hann rækt- unarstarf kaupstaða og kauptúnabúa lífsnauðsynlegt uppeldisstarf. Jón er mjög félagslyndur maður, enda hefur hann verið forgöngumað- ur margra félagssamtaka hér í bænum. Formaður sóknarnefndar Sauðár- króks hefur hann verið frá 1908 og meðhjálpari í Sauðárkrókskirkju. Varð félagi í Ungmennafélaginu Tindastóll 1908 og lengi einn af leið- togum félagsins, og er nú heiðursfélagi þess. Einn af stofnendum Rauða-Kross- deildar Sauðárkróks 1940 og í stjórn hennar síðan. (Er nú heiðursfélagi Rauða-Kross íslands.) Stofnaði Ungliðadeild Rauða-Kross- ins í Barnaskóla Sauðárkróks 1944, og hefur hún starfað síðan. Er einn af stofnendum Rotary- klubbs Sauðárkróks 1948 og verið þar virkur félagi. Gekkst fyrir stofnun Barnakennara- félags Skagfirðinga 1934 og hefur ver- ið formaður þess síðan. Var formaður Sambands norð- lenzkra barnakennara eitt kjörtíma- bil og nýlega kjörinn heiðurslélagi þess. Þá hefur Jón verið í stjórn Dýra- verndunarfélagsins og form. Áfengis- varnanefndar Sauðárkróks. Arin 1938 og 1949 fór Jón til Norð- urlanda og dvaldi þar nokkrar vikur í hvort skipti. Kynnti hann sér þar kennslumál. Hann hefur verið mjög áhugasam- ur um málefni kennarastéttarinnar; verið á mörgum þingum S. í. B. og sótt kennaranámskeið. Þá hefur hann flutt mörg erindi og skrifað fjölda greina um mannúðar- og menningarmál, enda er hann hvort tveggja: góður ræðumaður og vel rit- fær. Jón hefur jafnan verið einlægur bindindismaður og fórnað fjölmörg- um tómstundum sínum fyrir það mál. Henn gekk í stúkuna Gleym-mér-ei árið 1908. Hefur hann lengst af þess- um tíma verið umboðsmaður Stór- Templars og er það enn. Einnig hefur hann mætt á flestum Stórstúkuþing- urn á þessum tíma og var um skeið Stórfræðslustjóri í Stórstúkunni. Hann hefur verið gæzlumaður barnastúkunnar Eilífðarblómið frá 1908, eða í 44 ár. F.g lield að það sé ekkert ofsagt að segja það, að fáir íslendingar hafi fórnað meiru fyrir bindindismálið en Jón, svo einlægur og skeleggur fylgis- maður þess hefur hann verið. Við samstarfsmenn hans í Reglunni höfum oft undrazt þann áhuga og þá elju, sem hann liefur sýnt. Aldrei Jrreytist hann á að boða æskunni bind- indi og vara hana við nautn eitur- lyfjanna. Og Jón hefur bjargfasta trú á björgunarstarfi Reglunnar. Hann trúir á sigur þess góða, og að þjóðin hristi af sér hlekki ómenningarinnar, sem jafnan fylgir í kjölfar áfengis- neyzlunnar. Jón er tvíkvæntur. Árið 1912 kvænt- ist hann Geirlaugu Jóhannesdóttur. Þau eignuðust 10 efnileg börn, sem nú eru öll uppkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.