Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
53
krókslandi að mestu ræktaðir. Sjálfur
var Jón sá fyrsti, sem byrjaði ræktun
á Sauðármóum, og heppnaðist hún
vel, en áður töldu menn, að þeir væru
óræktanlegir. Hefur Jón ræktað 12
dagsláttur lands, og telur hann rækt-
unarstarf kaupstaða og kauptúnabúa
lífsnauðsynlegt uppeldisstarf.
Jón er mjög félagslyndur maður,
enda hefur hann verið forgöngumað-
ur margra félagssamtaka hér í bænum.
Formaður sóknarnefndar Sauðár-
króks hefur hann verið frá 1908 og
meðhjálpari í Sauðárkrókskirkju.
Varð félagi í Ungmennafélaginu
Tindastóll 1908 og lengi einn af leið-
togum félagsins, og er nú heiðursfélagi
þess.
Einn af stofnendum Rauða-Kross-
deildar Sauðárkróks 1940 og í stjórn
hennar síðan. (Er nú heiðursfélagi
Rauða-Kross íslands.)
Stofnaði Ungliðadeild Rauða-Kross-
ins í Barnaskóla Sauðárkróks 1944,
og hefur hún starfað síðan.
Er einn af stofnendum Rotary-
klubbs Sauðárkróks 1948 og verið þar
virkur félagi.
Gekkst fyrir stofnun Barnakennara-
félags Skagfirðinga 1934 og hefur ver-
ið formaður þess síðan.
Var formaður Sambands norð-
lenzkra barnakennara eitt kjörtíma-
bil og nýlega kjörinn heiðurslélagi
þess.
Þá hefur Jón verið í stjórn Dýra-
verndunarfélagsins og form. Áfengis-
varnanefndar Sauðárkróks.
Arin 1938 og 1949 fór Jón til Norð-
urlanda og dvaldi þar nokkrar vikur í
hvort skipti. Kynnti hann sér þar
kennslumál.
Hann hefur verið mjög áhugasam-
ur um málefni kennarastéttarinnar;
verið á mörgum þingum S. í. B. og
sótt kennaranámskeið.
Þá hefur hann flutt mörg erindi og
skrifað fjölda greina um mannúðar-
og menningarmál, enda er hann hvort
tveggja: góður ræðumaður og vel rit-
fær.
Jón hefur jafnan verið einlægur
bindindismaður og fórnað fjölmörg-
um tómstundum sínum fyrir það mál.
Henn gekk í stúkuna Gleym-mér-ei
árið 1908. Hefur hann lengst af þess-
um tíma verið umboðsmaður Stór-
Templars og er það enn. Einnig hefur
hann mætt á flestum Stórstúkuþing-
urn á þessum tíma og var um skeið
Stórfræðslustjóri í Stórstúkunni.
Hann hefur verið gæzlumaður
barnastúkunnar Eilífðarblómið frá
1908, eða í 44 ár.
F.g lield að það sé ekkert ofsagt að
segja það, að fáir íslendingar hafi
fórnað meiru fyrir bindindismálið en
Jón, svo einlægur og skeleggur fylgis-
maður þess hefur hann verið.
Við samstarfsmenn hans í Reglunni
höfum oft undrazt þann áhuga og þá
elju, sem hann liefur sýnt. Aldrei
Jrreytist hann á að boða æskunni bind-
indi og vara hana við nautn eitur-
lyfjanna. Og Jón hefur bjargfasta trú
á björgunarstarfi Reglunnar. Hann
trúir á sigur þess góða, og að þjóðin
hristi af sér hlekki ómenningarinnar,
sem jafnan fylgir í kjölfar áfengis-
neyzlunnar.
Jón er tvíkvæntur. Árið 1912 kvænt-
ist hann Geirlaugu Jóhannesdóttur.
Þau eignuðust 10 efnileg börn, sem
nú eru öll uppkomin.