Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SK.ÓLI 69 lýsti yfir fyrir hönd norsku þjóðarinn- ar þessum minnisstæðu orðum: „We Norwegians despise discipline, loyal- ty, end respect.“2) Þessi framkoma piltsins er einstakt og fágætt dæmi um fullt samræmi orða og gerða. Hann stendur upp og lýsir yfir trú sinni á ósiðaða og virðingarlausa framkomu með megnri óháttvísi gagnvart gesti. Piítur þessi hafði kert mikið. Hann talaði góða ensku, og mælti frjáls- mannlega og ófeiminn. En hann hafði ekki lært eitt atriði: að það sæmir sér ekki að láta í ljós fyrirlitningu sína á háleitum hugsjónum gests síns, jafn- vel þótt maður kunni að bera slíka fyrirlitningu í brjósti. En þá er spurningin: Hafði piltur- inn rétt fyrir sér? Sagði liann satt, Svo er fyrir að þakka, að hann tók of djúpt í árinni, er hann sagði We Norwegi- ans ;en ef vér litumst um og gerum oss ljóst viðhorfið, verðum vér að játa, að hann fór háskalega nærri sannleik- anum. Á heimilunum hittum vér börn, sem eru hávaðasöm og skella öllum hurðum, sem leyfist að klifra upp í fín og skrautleg húsgögn með skitna og foruga fætur, sem heimta brauð- sneið í stað þess að biðja um hana, sem sitja ekki róleg við miðdegisborð- ið, sem hrifsa kjötsnúðana og sloka og sötra súpuna. I skólunum kveður við hávaði og gauragangur í stigum og skólagöng- um, börnin fleygja frá sér pappír og rusli hvar sem er, skella hurðum og skarka í skúffum og skólaborðum, 2) „Vér Norðmenn fyrirlítum" o. s. frv. (allt það, cr hinn hafði ncfnt). fleygja bókum sínum á borðið og gera sem allra mestan hávaða. Þau koma þjótandi inn í kennarastofu og kalla Iiávært eins og í hópi félaga sinna: „Er Ólsen hérna?“ Þau eiga við lektor Ólsen. Þau ávarpa kennara sína með munninn fullan af mat og hendurnar í vösunum, og þeim líðst þetta. Ég rakst einu sinni á eftirfarandi klausu í stil í 3. gagnfræðaskólabekk: „Þar sem ég fer í Strætó á heimleið- inni, er alltaf heilmikil biðröð, þegar ég kem þangað, því að ég kem alltaf á síðustu stundu. En mér tekst nú samt oftast að riðja mér braut, svo að ég kemst í fremstu röð. Auðvitað eru þarna alltaf einhverjar kellingar, sem steyta görn, en ég kæri mig kollóttan um það.“ Af þessari klausu er tvennt ljóst: I fyrsta lagi, að drengurinn hegðaði sér ruddalega á hverjum degi og var óbilgjarn og ónærgætinn á all- an hátt, og síðan hitt, að liann taldi þetta vera í stakasta lagi og jafnvel hrósvert. Til þess að grennslast eftir, livort hann myndi vera einn um þessa skoðun, las ég klausú þessa upp í bekknum, athugasemdalaust. Árang- urinn var raunalega ískyggilegur. Nemendunum virtist þetta skemmti- legt. Er ég hafði spjallað dálítið um þetta við þá, skildist þeim þó, að ekki væri allt eins og vera bæri, lakari voru þeir þó ekki. En samt þurfti að brýna þetta fyrir þeim. Mig langar til að bæta hér við öðru smáatriði um það, sem tveir stéttar- bræður mínir urðu eitt sinn fyrir. Það var á skemmtiferð skólans, og átti að gista á gistihúsi um nóttina. Kennur- unum tveim, ásamt þrem mennta- skólapiltum, var vísað á sama her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.