Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 43

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 43
HEIMILI OG SKÓLI 87 tímaframburði fór fram eins og árið áður, og annaðist hana Jón J. Þor- steinsson. í lok skólatímans fór svo fram próf í þessari grein, og af þeim 112 10 ára börnum, sem nutu þessarar kennslul í vetur, reyndust 91 með hreinan hv-framburð. Þá voru einnig prófuð þau 11 ára börn, sem nutu þessarar kennslu í fyrra, en ekkert í vetur, og af 118 börnum reyndust 91 með hreinan hv-framburð. Eins og að undanförnu var opin lestrarstofa í skólanum þrjá daga í viku, tvær stundir í senn, og sóttu hana 1932 gestir, eða 48 að meðaltali hvern dag, og má það varla fleira vera vegna rúmsins. Um miðjan ntarz héldu börnin hina árlegu skemmtun sína, og í þetta skipti vörðu þau liluta af ágóðanum, eða 2000.00 kr, til styrktar nýja sjúkra- húsinu á Akureyri. Nokkuð af efni skemmtunarinnar var tekið upp á plötur og flutt í tveim barnatímum útvarpsins. Sunnudaginn 3. marz hélt barnakór skólans, undir stjórn lijörgvins Jörg- enssonar, samsöng í Nýja-Bíó, og var hann allvel sóttur. Nokkuð af söng- skránni var tekið upp á plötur fyrir Ríkisútvarpið og flutt í barnatíman- um, sem áður var frá sagt. Agóðinn rann í hljóðfærissjóð skólans. Þá má geta þess, að skólinn kom einu sinni fram í skólaþætti útvarps- ins. En þar kom fram ein deild 9 ára barna og fóru með samfellda dagskrá, helgaða Jónasi Hallgrímssyni. En Ei- ríkur Stefánsson kennari hafði • æft þessa dagskrá. Áður hefur þess verið getið hér í ritinu, að nemendur og kennarar gáfu skólanum vandaðan flygil í tilefni 80 ára afmælis hans síðastliðið ár, og var hann afhentur 12. desember. Einn foreldrafundur var haldinn á vetrinum, og er það með minnsta móti. Heilsufar í skólanum var gott, enda ýmislegt gert frá skólans hálfu til að efla mótstöðukraft barnanna gegn kvillum. T. d. tóku 500 börn lýsi að staðaldri, og með því borðuðu þau um eina smálest af hráum gulrófum, meðan hægt var að fá þær, en síðan rúgbrauð. Þá nutu 303 börn ljósbaða í ljósastofu skólans. 17 börn, sent höfðu einhverja smá- vegis líkamsgalla, nutu sjúkraleikfimi í skólanum lijá kvenleikfimiskennara skólans, frk. Ingu Rúnu Ingólfsdótt- ur. Alls reyndust 60 biirn berkla- jákvæð, 30 drengir og 30 stúlkur, og höfðu 7 þeirra orðið jákvæð á árinu. Annars fækkar stöðugt berklajákvæð- um börnum hin síðari ár. Skólalæknir, Jóhann Þorkelsson hér- aðslæknir, hafði viðtalstíma í skólan- um tvo daga í viku og fylgdist ná- kvæmlega með heilsufari barnanna, ásamt hjúkrunarkonu skólans. í aprílmánuði fór fram skíðakeppni innan skólans, sem vakti mikla gleði, eigi síður en sundkeppnin. Keppt var í tveggja kílómetra boðgöngu, og tóku fjórar sveitir þátt í henni. Sigursæl- ust varð sveit 6. bekkjar, 12. stofu. Þá fór einnig fram sveitakeppni í svigi, en þar varð hlutskörpust sveit 6. bekkjar, 14. stofu. Sá siður hefur verið upp tekinn við skólann tvö síðastliðin ár, að skóla- stjóri og kennarar kveðja brautskráða nemendur með liófi og gleðskap, áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.