Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 47

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 47
HEIMILI OG SKÓLI 91 EIRÍKUR SIGURÐSSON: Unglingareglan Á þessum tímum liinnar kerfis- bundnu skólafræðslu, þar sem hvert barn og hver unglingur eiga að læra viss atriði í mörgum greinum, hvarfl- ar það stundum að okkur kennurun- um, hvort ekki vanti í þetta einhver frjáls féfagsstörf. Og vissulega er til ýmiss konar félagsskapur, sem er góð- ur skóli í hinu félagslega uppeldi. Má þar nefna: Unglingaregluna, Skáta- regluna, Ungmennafélögin o. fl. Hér verður skýrt lauslega frá einu þessara félagssamtaka, Unglingareglunni. Unglingareglan er elzti og fjölmenn- asti barnafélagsskapur á íslandi. Fyrsta barnastúkan var Æskan nr. 1 í Reykjavík, sem stofnuð var 9. maí er beitt í jákvæðum eða neikvæðum skilningi. Stöðugar aðfinnslur, rex og nöldur við börnin hafa vissulega nei- kvæð áhrif á þau, fylla þau annað hvort með þrjósku, eða vekja hjá þeim vantraust á sig sjálf. En hins vegar hef- ur vingjarnfeg og glaðleg framkoma við börnin með skynsamlegri upp- örvun og viðurkenningu á verkuni þeirra alveg öfug áhrif. Þ eim vex þróttur ogáhugi. Þau h'ta bjartari aug- um á stöðu sína í samfélaginu. Þau öðlast trú á getu sína, og þau verða hamingjusamari biirn. Allt þetta skul- um við hafa í huga nú, þegar litlu l)örnin eru að leggja leið sína í skól- ana. 1886, og hefur þessi félagsskapur starf- að nú í 66 ár. Um síðustu áramót voru 60 barnastúkur starfandi víðs vegar um lapdið og eru í þeim 6326 félagar. Má af þessari útbreiðslu nokk- uð marka, að Unglingareglan er áhrifamikill æskulýðsfélagsskapur. Markmið Unglingareglunnar hefur ávallt verið það sama: Að vara ungl- ingana við skaðlegum eiturnautnum, svo sem tóbaki og áfengi, fjárhættu- spili og ljótu orðbragði, en kenna þeim góða siði og fagra og innræta þeim hjálpsemi og samúð við menn og dýr. Kjörorð Unglingareglunnar er: Sannleikur, kœrleikur og sakleysi. Blærinn á starfi barnastúknanna end- urspeglast í þessum orðum. En starf barnastúknanna er hljóð- látt og verður hvorki mælt né vegið. Öll góð áhrif, sem börnin verða fyrir, hjálpa sameiginlega til að byggja upp heilbrigða skapgerð og gera úr þeim góða þjóðfélagsþegna. Barnastúkurnar hafa stuðlað að því, að inargir af félög- um þeirra hafa verið bindismenn ævi- langt og þær hafa einnig verið góður skóli í félagslegum efnum. Fjöldi manna hefur lært almenn félagsstörf í barnastúkunni sinni og hefur það komið sér vel síðar, er menn fóru að starfa í ýmsum félögum. Góð barna- stúka er þvi góður skóli í félagslegum efnum — skóli, sem ekkert kostar, því að víðs vegar um landið vinna allir gæzlumenn þeirra þessi þegnskyldu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.