Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SRÓLI
61
kennarar, foreldrar og atvinnurekend-
ur sendi unglinga til sálfræðinga til
þess að fá úr því skorið, hvaða starf sé
líklegast handa hinum eða þessum.
V. Starf sálfrœðingsins.
Þegar unglingurinn kemur til sál-
fræðingsins, er fyrsta sporið að ræða
vinsamlega við hann um daginn og
veginn, en haga þó samræðum þannig,
að hægt sé af tali hans að fá nokkra
hugmynd um hæfileika hans og hugð-
arefni. Unglingurinn útfyllir svo
eyðublað, þar sem hann veitir ýmsar
upplýsingar um sjálfan sig. Næsta
skrefið er að tala við foreldra eða aðra
nána vandamenn, kennara og skóla-
stjóra. Hafi unglingtirinn einhverja
ákveðna ósk um starfsval, ber einkurn
að athuga, hvort nám hans gefi til
kynna, að hann hafi þá hæfileika, sem
þarf til þess að geta unnið það starf,
sem hann óskar sér. Jafnframt þessu er
unglingurinn greindarprófaður og síð-
an rætt við hann á víð og dreif um
starfsvalið. Ef til vill hefur þessi at-
hugun þegar leitt í ljós, að öll líkindi
séu til þess, að unglingurinn hafi valið
rétt, og er þá starfi sálfræðingsins lok-
ið. Oft getur þó leikið vafi á, að svo
sé, og liggur þá leiðin í sérstaka stofn-
un, þar sem unglingurinn er hæfnis-
prófaður sem kallað er. Þessar stofn-
anir kallast á öllum Norðurlöndum
Psykoteknisk institut og eru þúsundir
unglinga prófaðir þar árlega. Hæfni
prófin eru fjölda mörg, enginn er
prófaður með þeim öllum og veltur
það á því, hvað menn ætla að verða,
hvaða próf er lagt fyrir þá.
Vitanlega þurfa sálfræðingarnir að
vita upp á hár, hvaða eiginleika er
krafist af mönnum við þetta eða hitt
starfið, til þess að geta veitt leiðbein-
ingar að gagni. Þurfa þeir því að hafa
stöðugt samband við fólk, sem vinnur
í atvinnulífinu, til þess að geta fylgst
með öllum nýjungum, sem þar eru að
gærast.
Oft kemur það í ljós við hæfnipróf,
að unglinga skortir ýmislegt til þess að
geta numið það, sem þeir hafa hug á
Sem dæmi má nefna, að litblindur
maður getur ekki orðið stýrimaður né
skipstjóri, orðblindur maður getur
ekki orðið prentari, þann sem svimar
mjög, skyldi sízt hvetja til þess að læra
húsasmíði, taugaveiklað fólk ætti ekki
að fást við kennslu o. s. frv. Þótt þetta
séu í sjálfu sér sjálfsagðir hlutir, getur
gengið mjög illa að koma unglingun-
um og þó einkum foreldrunum í skiln-
ing um, að staðreyndir séu þessar, en
ekki aðrar. Eitt af því, sem vinnusál-
fræðingar eiga alltaf við að stríða, er
álit foreldra,sem ákveða ævistarf barna
sinna, jafnvel áður en þau fæðast. Slík-
ir loreldrar eru oft duglegt og heiðar-
legt fólk, sem með dugnaði og atorku
hafa brotið sér braut úr fátækt til
bjargálna. Þeim leikur hugur á, að
börnin komist enn þá lengra og ákveða
til dæmis, að þau eigi að verða stúdent-
ar og leggja stund á háskólanám,
stundum er jafnvel ákveðið, að dreng-
hnokki eigi að verða prestur eða lækn-
ir áður en hann er skírður. Svona
ákvarðanir geta orðið börnunum að
ótrúlega miklu tjóni. Ef til vill sam-
þykkja þau algerlega ákvarðanir for-
eldranna, en þegar á hólminn er kom-
ið. skortir hæfileika og áhuga og jafn-
vel hvort tveggja. Verða það vitanlega
öllum aðilum mikil vonbrigði, ef