Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 23
HF.IMILI OG SKÓLI 67 gæðum, leit að ást, leit að sannleika, leit að góðum guði. Þegar ræðunni var lokið, gengu allir hljóðir út, eins og úr kirkju. Svona tala þeir einir, sem eru ræðumenn af guðs náð. Síðan hef ég nokkuð kynnzt séra Jakobi. Eg kynntist honum lítið eitt sem skólastjóra að Eiðurn og síðar sem fræðslumálastjóra. Og hann er alltaf sá sami, er ég sá í ræðustólnum fyrir tæpum 30 árum: Fyrst og fremst hinn leitandi maður — frábærlega víðsýnn gáfumaður og mannvinur. Ég hef heyrt marga harma það, að hann skyldi ekki verða fastur starfsmaður hinnar íslenzku þjóðkirkju. En ég ef- ast um, að liann hefði notið sín þar. Til þess var hann of langt á undan sinni samtíð. Hann var enginn flokks- maður í trúarefnum frekar etvíá öðr- um sviðum. Hann sá, að ,,guð á allar götur“, og eins og hann segir sjállfur: „Skaparinn segir mennina boðna og velkomna, hvaða trúarleið, sem þeir vilja nálgast hann, af því að allar leið- irnar eru leiðirnar hans.“ Ég veit ekki, hvort íslenzka þjóðkirkjan hefur viljað samþykkja þetta hingað til. Ég hef alltaf dáð séra Jakob fyrir gáfur hans og mælsku, en þó allra mest fyrir víðsýni hans og hleypdóma- leysi. Hin ævilanga leit hans að sann- leikanum hefur vissulega gert hann frjálsan og óháðan frarnar flestum öðr- um mönnum, sem ég hef þekkt. Þetta er hans aðalsmerki. Sannleikurinn og algóður guð eru hinir miklu konung- ar, sem Jakob getur lotið. Leitin að þeim hefur haldið huga hans heiðrík- um alla ævi og fyllt sál lians og líf friði og jafnvægi. Ævidagur séra jakobs hefur verið fagur, og nú, þegar líða fer að kvöldi, er enn sama heiðríkjan yfir þeim degi, sami friðurinn, og enn mun hinn mikli, kirkjulausi kennimaður trúa því, að: „Úr hendi guðs ei fýkur eitt einasta strá“. H. J. M. í MYRKRI FÁFRÆÐINNAR. Talið er, að helmingur alls mannkynsins sé ólæs og börnin eiga þess engan kost að fá að læra að lesa, því að þau verða að vinna, þegar á unga aldri. í sumum löndum er ástandið svo slæmt, að aðeins örfáir læra að lesa. Af 360 milfjónum Indverja er t. d. aðeins 10% læs eða 1 af hverjum 10. 90 manns af hverju 100 eru ólæsir og er fyrirmunuð öll menntun, sem bækur og skólalærdómur hafa að bjóða. Það er talið að í Indlandi vanti um 2 milljónir kennara. HVAÐ LES BARNIÐ ÞITT? Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið í Bretlandi,er talið,að venjulegt barn lesi um 400—600 bækur á aldrinum 7—14 ára. Engar athuganir hafa verið gerðar um þetta hér á landi, en bækur eru nú á tímum voldugur uppalandi. Bækurn- ar eru mikill menningargjafi, en til eru þó bækur, sem hafa neikvæð áhrif á börn. Lítið mun þó vera að slíkum barnabókum hér á landi, en það er staðreynd að furðu mörg börn leggjast í reyfaralestur ótrú- lega snemma, jafnvel um 9 og 10 ára aldur. Og ég er hræddur um að foreldrar þessara barna skilji ekki þá hættu, sem hér er á ferðinni. Það er því full ástæða til að hvetja foreldra almennt til þess að fylgjast vel með því, hvað börn þeirra lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.