Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI
71
Neill sagði nýskeð, ekki unnt að girða
fyrir sporgöngumenn og taglhnýtinga,
en samt verða þeir nú að viðurkenna,
að of langt hafi verið gengið.
Það hefur einnig orðið örlagaríkt
fyrir þróunina, að framkvæmd hins
frjálsa uppeldis á allra fyrsta undir-
stöðualdri barnsins hefur verið lögð í
hendur foreldrunum, sem fengið hafa
fræðslu sína í þessum elnum frá
þriðju hendi, og það í mjög sundur-
slitnum og grófum dráttum, án alls
fyrirvara og aukaatriða, sem tengja
verður liverju uppeldiskerfi. Galað
hefur verið í eyra þeirra og þau login
full af ægilegustu reyfarasögum um
veslings taugaveiklinga, sem orðið
hefðu aumingjar á fertugsaldri sökum
þess, að þeim hefði einu sinni í
bernsku verið neitað um sultu ofan
á brauðsneiðina sína. Og svo hafa for-
eldrarnir gert líf sitt að píslarvætti, af
ótta við að valda barni sínu þess hátt-
ar meinsemdum.
Þessara fyrirbrigða verður vart í
öllum löndum, en mér er nær að
halda, að áhrifanna hafi gætt meira
hér heldur en annars staðar. Og það
er tæplega tilviljun ein. Það er eitt-
hvað í norsku þjóðareðli, sem hneig-
ist sterkt að hugsjónum postula hins
frjálsa uppeldis. Hér átti að skapa
frjálsa, óháða æsku, sem næði að
þroska persónuleik sinn og eiginleika,
óháð allri þvingun utan að. Þetta átti
vel við oss. Vér viljuni gjarnan vera
einstaklinga-þjóð, og frelsisþrá vor á
sér langa sögu og dapra. Vér erum
einnig gömul bændaþjóð, og erum
lireyknir af því að hafa raunverulega
aldrei átt neinn aðal. í rauninni höf-
um vér lteldur aldrei átt neina æðri
stétt fheldri manna stétt), og mér
leikur grunur á, að vér séum einnig
lireyknir af því, og það er varhuga-
vert. Því að þegar um ytri menningu
er að ræða, umgengnisvenjur og hegð-
un, verður ekki fram hjá því gengið,
að heldri stéttin er og á að vera fyrir-
myndin. Það er háskaspil að segja
þetta í voru lýðræðislandi, en ég hætti
á það og held að þetta reynist
rétt. Gömlu alþýðustéttirnar, bænd-
ur og handiðnaðarmenn, höfðu sínar
ákveðnu reglur um hæverzka hegðun,
meðan þær voru traustar og tiltölu-
lega einangraðar stéttir. En erfðavenj-
ur þessara gömlu stétta eru horfnar,
þar eð berendur þeirra hafa brugðizt.
Þær liafa sennilega heldur ekki átt við
eða getað fest rætur í iðnræktuðu
þjóðskipulagi. Því stóðu menn og
standa enn án festu og fyrirmyndar
um það, sem nærtækast ætti að vera
og sjálfsagðast af öllu, hina daglegu
umgengni og hegðun manna á milli.
Það eru ekki aðeins börn og æsku-
lýður, sem ókunnugt er um, hvernig
þeinr beri að hegða sér. Þetta gildir
engu síður fjölda hinna fullorðnu.
Hjá þeim birtist það þó ekki á jafn-
áberandi og óþægilegan hátt og hjá
börnum, heldur kemur það fremur í
ljós sem hik og óvissa, sem síðar er
reynt að breiða yfir (dylja) á ram-
norska vísu með borginmannlegu yfir-
læti. Það er ekki alltaf óblandin
ánægja að liitta hóp landa sinna er-
lendis.
Eg drap á sök foreldranna. Hún er
mikil og afsakanleg. En vér kennarar
verðum að taka á oss mjög alvarlegan
hluta ábyrgðarinnar, og þeim mun
alvarlegri, þar sem vér höfum kosið