Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 6
50 HEIMILI OG SKOLI Ásgeir Ásgeirsson Fyrsti þjóðkjörni forseti íslands Þann 1. ágúst s. I. var herra Asgeir Ásgeirsson, fyrsti þfóðkiörni forseti Islands, settur i embœtti með miklum virðuleika, svo sem alþjóð er kunn- ugt. Það er alveg sérstök ástœða til að minnast hins nýja forseta í þessu riti, þar eð hann kom mjög við sögu ís- lenzkra skólamála um langt skeið. Asgeir Ásgeirsson er fœddur 13. maí árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. For- eldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson, kaupmaður þar, og Jensina Björg Matthiasdóttir. Asgeir varð stúdent frá Menntaskól- anum i Reykjavik árið 1912 og kandí- dat i guðfrœði við Háskóla íslands árið 1913. Hann stundaði framhalds- nám í guðfrœði og heimspeki við há- skólann i Kaupmannahöfn og Upp- sölum. Haustið 1918 varð hann kenn- ari við Kennaraskóla íslands og gegndi því starfi til ársins 1927. Árið 1926 var hann skipaður fræðslumálastjóri, við fráfall Jóns Þórarinssonar, og gegndi hann þvi starfi til ársins 1931. En þá varð hann fjármálaráðherra og siðar forsætisráðherra. En liaustið 1934 tók hann aftur við embætti fræðslumála- stjóra og gegndi því til ársins 1938, er hann var skipaður bankastjóri við Út- vegsbankann. Arið 1923 hóf Ásgeir utgáfu á nýju riti um uppeldis- og skólamál, er hann nefndi Menntamál. Var þar hreyft við mörgu á sviði uppeldis- og kennslu- mála, og sagt frá ýmsum merkum nýj- ungum á því sviði. Það var ekki gróða- vœnlegt á þeim árum, og er raunar ekki enn, að gefa út slíkt rit, en þetta sýnir áhuga Asgeirs á þessum máilum. Rit þetta gaf hann einn út i 6 ár, eða þar til hann varð forsætisráðherra, en síðan eitt ár i félagi við nokkra kenn- ara. Asgeir Asgeirsson hefur gegnt marg- háttuðum trúnaðarstörfum fyrir þjóð sina og leyst þau öll vel af hendi. Þess vegna hefur honum alltaf verið trúað fyrir stærra og stærra pundi. Hann hef- ur alltaf verið vaxandi maður, og slik- um mönnum er gott að fela hinar æðstu stöður. Nú hefur Ásgeiri Ásgeirssyni verið falið hið æðsta sæti í þjóðfélaginu, og einnig það mun hann skiþa með sama glæsileik og hin önnur. Heimili og skóli biður lionum allr- ar blessunar i sæti hins islenzka lýð- veldisforseta, svo og allri fjölskyldii lians. H. J. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.