Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 20
64 HEIMILI OG SKÓLI faðir hans, Lárus Rist og börn hans, gefið Akureyrarbæ býlið Botn. Hver tilgangur gjafar þessarar sé, sést bezt á gjafabréfinu, sein er svohljóðandi: Háttvirta bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar! Leyfið mér að leggja frækorn í þann akur, sem þér hafið til umhirðu. Bið ég yður að taka til eignar og umráða jörðina Botn í Hrafnagilshreppi og nýta í þeim tilgangi að hjálpa foreldr- um í bænum að koma börnum sínum í tengsl við Iífið og gróandann í nátt- úrunni. förðina hef ég tekið að erfðum eft- ir Jóhann son minn, sem fórst af slys- förum í Englandi á síðastliðnum vetri. Hafði hann af ræktarsemi við feður sína og byggðarlag varið nokkru af því fé, sem honum hafði áskotnazt í sigl- ingum, til jarðarkaupanna. Átti hann og við feðgar háar hugmyndir um verklegar umbætur á jörðinni og vild- um auk þess koma til liðs við menn- ingarmálin í héraðinu, sem gjarnan vilja verða útundan í matarstritinu. Það eru þessar hugsjónir, sem ég tel mér skylt að sjá borgið og eru mér meira virði en peningar, og nú, þegar hann er fallinn frá og starfsdagur minn að kveldi kominn, sé ég enga leið jafnörugga og jafnkæra og þá, að Akureyrarbúar vildu notfæra sér jörð- ina til að kenna þar unglingum vinnu- brögð við jarðrækt, heyvinnu, garð- rækt og trjárækt, allt eftir aðstæðum þeim og skilyrðum, sem jörðin getur í té látið. Þetta hugsa ég mér að yrði fram- kvæmt eitthvað á þá leið, að komið yrði á fót sérstakri stofnun, vinnu- skóla, og yrði yfirstjórn hans og ábyrgð að hvíla á herðum bæjarstjórn- arinnar. Framkvæmdir annist þriggja eða öllu heldur fimm manna nefnd, sem skipuð væri kennurum og jarð- ræktarmönnum úr kennarastétt, sem kunnir eru að áhuga fyrir ræktun lýðs og lands. Bæjarstjórnin skipi einn eða fleiri menn í nefndina, og eigi væri óeðlilegt, að skólastjóri barnaskólans væri sjálfkjörinn, en aðrir nefndar- menn yrðu valdir af félagi barnakenn- ara, félagi skógræktarmanna og síðast, en ekki sízt, væri rétt, að félagasam- bönd kvenna ættu fulltrúa í nefnd- inni, því að þau hafa um langt árabil gengið ötullega fram í því, að koma börnum til sumardvalar í sveit og þekkja vel, hvar skórinn kreppir að. Stofnun þessi yrði styrkt af fé bæjar- ins, en þróun hennar og þrif hlytu að mestu leyti að vera háð fómfýsi og frjálsu framtaki borgaranna. Á jörðinni hvíla engin veð, og laus er hún í næstu fardögum. Skilyrði frá minni hendi eru engin önnur en þau, að jörðina, einstaka hluta hennar eða mannvirki, má ekki selja, heldur sé unnið að vexti stofn- unarinnar og viðgangi, svo að hún þjóni sem bezt þeim tilgangi, sem ég nefndi í upphafi bréfsins. Mínar sérstöku óskir til yðar eru: 1. Að samningar takist við bóndann, Halldór Kristjánsson, sem setið hefur jörðina s. 1. fjögur ár, um að hann nytji jörðina áfram næsta ár, meðan þeir aðilar, sem við taka, eru að kynnast staðháttum og átta sig á verkefninu, sem liggur fyrir. Hef- ur Halldór með fjölskyldu sinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.