Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 29

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 29
HEIMILI OG SKÓLI 73 dyr. Þeir geta sennilega einnig lært að hagræða höndum sínum, svo að þeir séu ekki í vandræðum með, livað at' þeim skuli gera. En mikilvægara öllu þessu er að eignast fas og fyrirmynd í umgengni og hegðun gagnvart öðrum. Nemend- um á að vera ljóst, að mannamunur er á viðhorfi til annarra, og að þess vegna ber eigi að haga sér eins við alla. Maður getur verið frjálsari í um- gengni sinni við félaga sína og jafn- aldra heldur en við yfirmenn sína og yfirboðara, og rnaður hegðar sér öðru- vísi við ókunnuga heldur en til dæmis við foreldra sína. Mörgum er ekki ljóst, livenær þeir eigi að heilsa, og enn fleirum, hvernig þeir eigi að heilsa. Virðingu ber að sýna öllum mönnum, en það eru ýmsar reglur og mismunandi um virðingu. Virðingu á einnig að bera fyrir hug- sjónum og þeim stöðum, mönnum og hlutum, sem tengdir eru hugsjónum. A íþróttavelli, í leikhúsi og í kirkju er ýmislegt, sem ber að gera, annað, sem má gera, og enn annað, sem ekki má gera. Þetta gildir þó ekki einhverj- ar tilbúnar gervi-reglur, heldur er þetta eðlilegt viðhorf í samræmi við hugsjón staðarins og starf, og verður því eðlilegt og sjálfgefið hverjum hátt- vísum manni og siðnæmum. Samt rík- ir hér alveg ótrúlegt þekkingarleysi á þessum vettvangi. Hjá fullorðnu fólki og rosknu hefur þetta þó smám saman síazt inn í meðvitund manna, eftir margra ára erfiða reynslu. En börn og unglingar hneyksla stöðugt náunga sína í þessum efnum. Það ætti þó ekki að þurfa hálfa ævina til að læra ein- földustu hegðunarreglur. Maður verð- ur að setja sér að kenna þeim þetta. Meðal annars verður að koma þeim í skilning um, að hvar sem þeir fara eða ferðast, lieima eða erlendis, þá séu þeir fulltrúar skóla síns, bæjar síns eða sveitar og fósturlands síns, og að eftir framkomu þeirra og hegðun verði ekki aðeins þeir sjálfir dæmdir, heldur einnig skóli þeirra, fæðingar- bær þeirra og föðurland. Hver eru þá skilyrði vor til að ná þessu lágmarki þroska og ytri hegð- unar æskulýðs vors? Það verður að viðurkenna, að kennarar, sérstaklega í hinum æðri skólum, hat'a aðeins mjög takmörkuð skilyrði. Vér höfurn nemendur undir handleiðslu vorri 3—5 ár ævi þeirra, og aðeins fáeinar klukkustundir daglega. Að öðru leyti er það gatan, leikvangurinn og skóla- klúbbarnir, sem sjá um uppeldi þeirra. Og auk þess auðvitað heimilin. Heimilið hefur aðalhlutverkið með höndum. Það er þar, sem börnin verða að læra að skilja og þekkja sinn vett- vang í lífinu og ná þroska og skilningi á forgöngurétti og hlutfallslegum samsvaranleik. Það er þar, sem þeim á fyrst að lærast, að þeim beri ekki sömu réttindi og athafnafrelsi og fullorðn- um, meðal annars sökum þess, að þeim er ábyrgð ekki full ljós og hvílir því eigi á þeim sama ábyrgð og fullorðn- um. Það er því á heimilinu, setn þeim á fyrst að lærast að virða foreldra og heimili sitt og læra rétt mat á verð- mætum, bæði efnalegum sem andleg- um. En nú er hlutverk vort falið í skóla- starfinu. Þar er hættan mesta kæru- leysi kennara. Hverja kennslustund verðum vér að stunda nákvæmni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.