Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 37
HEIMILI OG SKÓLI
81
Meiri hluti mótsgesta að Laugum.
að áfraxnhald verði á þeirri útgáfu og
treystir því, að myndir af skáldum og öðr-
um merkismönnum þjóðarinnar, svo og
ýmsum sögustöðum, komi út áður en skól-
ar byrja í haust.“
II. Landsprófin:
„Fimmta þing Sambands norðlenzkra
barnakennara, haldið að Laugum í
Reykjadal, lítur svo á, að vinna beri að
því smátt og smátt í framtíðinni, að draga
úr hinum almennu prófum barnaskólanna,
t. d. ársprófum, og jafnframt leggja ríka
áherzlu á það, bæði í orði og verki í öllu
skólastarfinu, að prófin eru aðeins tæki,
eða aðferð, en aldrei takmark.
Varðandi hin almennu landsprófsverk-
efni barnaskólanna í móðurmáli og reikn-
ingi vill þingið taka þetta fram:
1. Ósamræmi er á milli námsskrárinnar
og reikningsverkefnisins varðandi 7 ára
og jafnvel 8 ára bömin. Námsskráin gerir
ráð fyrir, að 7 ára bömum sé aðeins kennd
meðferð talnanna frá 1—20, en reiknings-
verkefnið hefur nálega engin slík talna-
sambönd, og er þó 7 ára bömum gert að
taka reikningspróf.
2. Þá telur þingið, að hin mikla einhæfni
í reikningsverkefnum frá ári til árs geti
freistað til vélrænna vinnubragða í
kennslunni, en slíkt ber þó vitanlega að
varast
3. Þingið telur það til miklla bóta, að við
málfræðiprófið hefur verið bætt nokkrum
spurningum bókmenntalegs eðlis, og telur,
að slíkt beri að auka, þannig, að milfræði
og bókmenntaverkefni verði til helminga,
ef ekki þykir þá henta að hafa prófin tvö,
enda sé þá jafnframt aukin kennsla í bók-
menntasögu þjóðarinnar, eins og hæfa
þykir bömmn.
4. Þá telm þingið, að við einkunnagjöf í
lestri beri að leggja enn meiri áherzlu á
réttan og fagran lestur en nú er gert, svo
sem við verður komið.
5. Ekki fellir þingið sig við það, að önn-
ur prófverkefni séu notuð við landspróf í
Reykjavík en annars staðar á landinu, og
lítur svo á, að sömu verkefni beri að nota
um allt land í þeim greinum, sem lands-
prófskyldar eru.“
III. Bindindismál:
„Aðalfundur Sambands norðlenzkra
barnakennara samþykkir að skora á út-
varpsráð að ætla bindindissamtökunum í
landinu ákveðinn tíma vikulega í ríkisút-
varpinu framvegis."
IV. Kennaraskóli íslands:
„Með því að Kennaraskóli íslands býr
enn við sama húsnæði og honum voru bú-
in af vanefnum fyrir 44 ámm, en gera
verður hins vegar sívaxandi kröfur til