Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 50
94
HEIMILI OG SKÓLI
Síðan Gregg birti rannsóknir sínar,
árið 1941, hafa menn séð svo mörg
dæmi þess, hvernig rauðir hundar geta
valdið vansköpun, ef konan fær þá á
fyrstu mánuðum meðgöngutímans, að
rétt er talið að losa konuna við fóstrið,
ef hún veikist af rauðum hundum á
fyrstu mánuðum meðgöngutímans.
Hins vegar hafa menn ekki tekið
eftir því, að aðrar sóttir, svo sem misl-
ingar eða hettusótt, eigi neinn veru-
legan þátt í því að vera valdur að van-
sköpunum, þótt enn sé fullsnemmt að
kveða upp algeran sýknudóm yfir þess-
um sóttum.
Þá er vitað að næring konunnar
kemur mikið við sögu í þessu tilliti.
Rússneski læknirinn Ivanowsky veitti
því athygli 1923, að er hungursneyð
gekk yfir landið, jókst fjöldi þeirra
bama, sem fæddust fyrir tímann eða
andvana og að óskapnaðir og hvers
konar vanskapnaðir urðu algengari. I
Indlandi og Japan hefur B-vítamín-
skorti oft verið kennt um, hve mikið
fæðist þar af börnum andvana, fyrir
tímann og með ýmsa vanskapnaði.
Með tilraunum hafa menn sýnt
fram á, að vöntun á einum þætti í
fæðu móðurinnar getur haft áhrif á
afkvæmið. Þannig sýndu Romanoff og
Bauernfeind fram á það 1942, að fót-
leggir afkvæmanna verða stuttir ef
móðurina skortir riboflavin (þáttur af
B-vítamíni, sem er í mysu og gefur
henni gula litinn). Fyrir rúmum ára-
tug koniust Warkany og Nelson að
þeirri niðurstöðu, að rottur, sem aldar
eru á riboflavinsnauðu fóðri eignast
afkvæmi með meira eða minna ófull-
komna beinagtind. Hjá þriðjungi af-
kvæmanna fundu þeir greinileg lýti á
beinagrindinni, svo sem óeðlilega stutt
bein í neðri kjálkanum, stutt bein í
fótleggjum eða framfótum, svarandi
til framhandleggs mannsins. Á mönn-
um eru það mjög mikil lýti, ef neðri
kjálkinn er vanþroskaður, svo að hök-
una vantar að kalla má. Konur, sem
hafa óbeit á mjólk, þegar þær ganga
með barn, ættn að reyna að drekka
sýru eða mysu til þess að forðast slíka
vansköpun á bami sínu.
Fyrir kemur, að börn fæðast með öll
bein miilbrotin og deyja í fæðingunni
eða fæðast andvana. En þessi vansköp-
un getur verið á lægra stigi, þannig að
barnið fæðist lifandi og vex upp, en
bein þess eru einlægt að brotna. Það
má ekki stíga ógætilega út úr rúmi
sínu, hvað þá detta, ef ekki á að brotna
í því eitthvað bein. Þótt þessi börn
geti náð fullorðinsaldi, er hætt við, að
þau verði örkumla af beinbrotum. Ný-
lega hefur indverskur læknir, sem
unnið hefur við rannsóknarstofnun í
Liverpool, sýnt fram á, að unnt er að
framkalla slíkar vanskapanir í kjúkl-
ingum með því að dæla insulini inn í
eggið meðan það er að ungast út. Ef
tiltölulega stórum insulinskammti
(0.05—6 einingum) er dælt inn í rauð-
una á 3.-6. degi, kemur vanþroski í
beinin og þeim hættir til að brotna,
mismunandi mikið eftir því hve miklu
hefur verið dælt. Sérstaklega vildi
brotna sköfnungsbeinið neðan til, oft-
ast í egginu, en einnig eftir að unginn
var skriðinn út úr egginu, svo að sýni-
legt var, að þessi tilhneiging hélzt
lengi á eftir.
Insulin flýtir fyrir brennslu kol-
vetna, en B-vítamín eru nauðsynleg til
að kolvetnin geti klofnað og brunnið.