Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 28
72
HEIMILI OG SKÓLI
oss það hlutverk að ala upp börn og
æskulýð. Ég býst við, að oss í æðri
skólum landsins hætti við að slá á
lektorsbrjóst vor og segja, að aðalsök-
in sé hjá barnaskólakennurunum.
Það er alloft handhæg afsökun. Það
er að vísu satt, að barnaskólakennar-
arnir standa bezt að vígi með það að
hafa áhrif á nemendurna, sökum þess,
að þeir fá þá til meðferðar á hrifnæm-
asta aldri, en þeir vanrækja því nrið-
ur að miklu leyti það góða tækifæri.
Vér fáum aftur á móti nemendurna á
erfiðasta aldursskeiði, andspyrnualdr-
inum (protest). Hlutverkið verður
því helmingi erfiðara, en einnig helm-
ingi nauðsynlegra sökunr þess, að hin
fyrri stigin tvö hafa brugðizt. Og svo
bregðumst vér einnig. Vér gerum oss
enga rellu út af því, vér erum of mikl-
ir fagmenn til þess, vér troðum aðeins
í nemendurna eins miklum fróðleik
og þekkingu og unnt er, og gleymum
því, að vér eigum einnig að gera þá
að nrönnunr.
Ekki vil ég fullyrða, að nemendur
séu verri, er þeir lrafa lokið lrinu æðra
náirri en þá er þeir konru þangað, en
það verðunr vér að viðurkenna, að
eftir fimm ára skólagöngu er árangur-
inn óhemju lélegur. Og þeir, sem vér
sendum frá oss, eru háskólaæska lands-
ins, sem þó ætti að vera til fyrirnrynd-
ar annarri æsku lands vors, meðal ann-
ars í góðri lregðun og fallegri frarn-
konru. En sá, sem kunnugur er stri-
dentum vorum, mun öðlast þá sorg-
legu reynslu, hve algerlega vonlaus
baráttan gegn lágmenningunni (skríl-
menningunni) virðist vera.
Ég lref til þessa aðallega rætt málið
frá neikvæðu sjónarmiði. Er því mál
til komið, að ég greini frá því, sem ég
tel ætti að vera takmark hegðunar-
uppeldis. Hér getunr vér ekki leitað
fyrirmynda annarra landa né tíma.
Markmið vort hér og nú verður að
vera: Það, sem talið er og viðurkennt
mannasiðir eða menningarleg hegðun
menntaðra manna í landi voru. Auð-
vitað munu menn ekki verða sammála
um einstök atriði, en ég held samt,
að allur fjöldinn muni verða sammála
unr aðalatriði og kjarna málsins. Vér
getum myndað oss dálítið kerfi og tal-
ið, að uppeldið eigi að stefna að réttu
viðlrorfi við mönnum, hlutum og lrug-
sjónum.
Með viðhorfi til hluta á ég blátt
áfram við hreyfingar líkama vors og
vald yfir honum í viðhorfi til um-
hverfis vors. Maður á að læra að
ganga, án þess að trampa og stappa
fótum, jafnvel þótt hann sé í vatn-
leðurskóm. Maður á að geta setzt og
risið úr sæti við borð eða púlt, án
skarkala og hávaða. Það er algeng
skoðun, sérstaklega meðal drengja, að
skarkali sé hreysti- og kraftavottur.
Það gæti verið góð lmgmynd að reyna
að sannfæra þá um, að oft sé það meiri
aflraun að vera stilltur og hæglátur,
og ef svo mætti segja, birta afl sitt í
þrengslum. Ef til vill verður ekki mik-
ið ágengt á þessum vettvangi, því að
viðurkenna verður, að eigi er þetta
ætíð auðvelt fyrir 14—15 ára unglinga,
er fætur þeirra hafa tognað fullan
sentímetra um nóttina. En þeir geta
samt að minnsta kosti lært að sitja
eðlilega, en hvorki hanga á stólnum
né liggja. Þeir geta lært að leggja frá
sér bók, án þess að fleygja henni, að
líta um öxl, er þeir ganga um sveiflu-