Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 14
58
HEIMILI OG SKOLI
ins og sveitabarnsins. Látum okkur
gera ráð fyrir, að faðirinn sé iðnaðar-
maður, fæddur og uppalinn í Reykja-
vík. Maðurinn er í burtu frá heimil-
inu 9—10 klukkustundir á dag í
minnsta lagi, ef hann er svo heppinn
að hafa vinnu. Vinni hann í einhverri
verksmiðju, myndi það vera illa séð og
jafnvel bannað, ef hann færi að stað-
aldri að taka börn sín með sér til þess
að kenna þeim verksmiðjuvinnuna.
Vinnuveitandi myndi oftast benda
verkamanninum á, að hann væri ráð-
inn fyrir ákveðið tímakaup og ætti að
vinna, en ekki að leika kennara. Auk
þess eru mörg verksmiðjustörf svo ein-
hæf, að sá, sem aðeins lærir eitt þeirra,
er litlu nær um hvað atvinnulíf er eftir
sem áður.
III. Er bóklegt nám einhlitt?
Hvað getur nú barnið gert til þess
að afla sér fræðslu um atvinnulífið, áð-
ur en það velur sér ævistarf? íbúðin,
sem það býr í og næsta umhverfi, er
venjulega þannig, að á því er litið sem
ekkert að græða, hvað þetta snertir.
Þegar það er sjö ára, fer það í skóla og
lærir að lesa, skrifa og reikna, og smám
saman bætast fleiri námsgreinar við.
Sumt af þessu námi er eðlilegt, sjálf-
sagt og mjög gagnlegt fyrir öll börn,
sem ekki eru á lægri stigum fávitahátt-
ar, en um þau gegnir alveg sérstöku
máli. Hins vegar er mikið af bóklegu
námi þýðingarlítið fyrir mikinn hluta
barnanna. Ekki er fullsannað enn,
hvort ókleift sé að haga bóklegu námi
þannig, að það geti orðið nemendun-
um að varanlegu gagni, þegar út í lífið
er komið, Hitt kom í ljós við rannsókn-
ir, sem bæði Svíar og Ameríkanar
gerðu á nýliðum í hernum, að drengir,
sem farnir voru úr skóla fyrir tveim til
þrem árum, voru velflestir búnir að
gleyma svo að segja öllu, sem þeir
höfðu lært, eða áttu að læra í náttúru-
fræði, sögu og landafræði og öðrum
bóklegum námsgreinum, og í Svíþjóð
voru nærri því 20 prósent allt að því
ólæsir. Þeir gátu að vísu stafað eða
stautað sig gegnum létt lestrarefni, en
áttu mjiig erfitt með að gera grein fyrir
efni þess. Heildarframmistaðan var
þannig, að þeir voru stimplaðir sem
ólæsir, en orðið ólæs þó sett innan
gæsalappa í skýrsluna.
Þessar niðurstöður þýða vitanlega
ekki, að skólar eigi ekki fullan tilveru-
rétt, en þær veita bendingu um, að rétt
væri að athuga nákvæmlega, hvað þýð-
ir að kenna öllum fjöldanum í skólum
og hvað ekki. Við íslendingar eyðum
stórfé á okkar mælikvarða til fræðslu-
mála, 'en við höfum látið undir höfuð
leggjast að rannsaka, hvað er virkilega
gagnlegt af því, sem við kennum. Að
vísu göngum við undir próf, en prófin
sýna aðeins, hvað við getum sagt eða
skrifað um ákveðið efni á ákveðnum
degi, en þau segja ekkert um, hvað við
getum sagt eða skrifað um hið sama
efni eftir nokkur ár og þaðan af síður,
hvaða gagn við höfum af þessu, þegar
út í lífið kemur.
Fyrir nokkrum árum var gerð mjög
merkilega tilraun í Danmörk. Átta
þjóðkunnir menn, þar af nokkrir
menn með embættispróf og jafnvel
doktorsgráður frá Hafnarháskóla,voru
látnir ganga undir miðskólapróf. Ár-
angurinn var skjótt sagt sá, að þeir
féllu allir, en sá skársti, sem er pró-
fessor í lögum, hefði getað skriðið inn