Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 31

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 31
HEIMILI OG SKÓLI 75 fólk kemst að, munu smám saman venja sig á að telja sjálfsagt, að þetta sé fyllsti réttur þeirra. Svona eigi það að vera. Þetta þroskar síngirni þeirra. Börn, sem lært hafa að rísa úr sæti fyrir rosknu fólki, hafa fyrst og fremst tamið sér góðan vana, þótt þau ef til vill skilji ekki tilgang hans til fulln- ustu. En síðar mun hugleiðingin koma til skjalanna, þau spyrja, hvers vegna, og kynnast þá hugtakinu óeigingifni og mannkærleiki. Afleiðing þessverður Jrá sú, að kurteisin fær dýpra og raun- verulegra innihald, og áhrif þess munu ná svo langt, að börnin lyfti undir barnakerru upp í strætisvagn- inn, eða bjóðist til að bera þunga böggla fyrir gamla konu. Það hlýtur að verða áætlað mat, hve langt beri að ganga um kröfur um ytrí hegðun. Viðvíkjandi fasi og ytri hegð- un, er um allvítt mælikerfi að ræða, á útjöðrunum er hin strangasta siða- vendni og fortakslausasti óhemjugang- ur. Hvort tveggja reynist hömlur og þvingun í samvistum manna. Hið ytra form má aldrei verða að óeðli. En hafi maður náð réttu stigi ytri menning- ar, mun hann brátt verða þess var, að samvistir við aðra munu reynast auð- veldari og áreksturslausari. Gera mætti þá athugasemd, að há- marks hegðunarmenning gæti orðið til hindrunar innilegum kynnum manna milli. Satt er það, en þá hefur hengillinn sveiflazt of langt á hinn bóginn, og það ber að varast. En fyrst um sinn þarf eigi að óttast það, til þess er leiðin þangað of löng. Það skal einnig viðurkennt, að lát- prýði getur villt manni sýn, en það getur svei mér éinnig alger skortur hennar gert. Sumir menn, og sérstak- lega þó börn, geta sýnt ókurteisi af eintómri feimni eða af minnimáttar- kennd. Þessu verður maður að átta sig á og umgangast með sérstakri var- úð og gætni. Sama er að segja um börn, sem haldin eru meðvitandi ókurteisi af þrjózkuhneigð. Þegar lát- prýði veldur blekkingu, er Jrað sökum þess, að oft er flagð undir fögru skinni, og léleg skapgerð getur leynzt undir glæsilegu ytra útliti. Um það vil ég aðeins það eitt segja: því betra. Því að fletsir þeirra,er vér mætumálífsleið vorri, eru aðeins að litlu leyti á vorum vegum eða oss háðir á nokkurn hátt. Lélegt uppeldi birtir alltof greinilega- hina lakari eiginleika manna, síngirni þeirra, tillitsleysi og metnaðargirni, og það veldur oss óþægindum og leiðind- um, sem vér ættum að komast hjá. Ytri látprýði hylur þessa eiginleika unz vér lendum í návígi við þá og þá er í raun- inni nógu snemmt að kynnast þeim. Helgi Valtýsson þvddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.