Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 16
60 HEIMILI OG SKÓLI landinu, hvar það er unnið og hvers er krafist af þeim, sem að því vinna. Hér í Reykjavík, þar sem athafnalífið er mest, eru vinnustaðirnir fleiri og fjöl- breyttari en flesta grunar. Ef þið ætlið að kenna í Reykjavík, er ykkur nauð- synlegra að þekkja þessa vinnustaði og hafa samband við þá, heldur en afla ykkur framhaldsmenntunar í erlend- um menntastofnunum, þótt slíkt geti oft verið að gagni, ef framhaldsnám er skipulagt með forsjá. Ef til vill viljið þið segja sem svo, að það sé hægara sagt en gert að afla sér haldgóðrar þekkingar á atvinnvdífinu, öðruvísi en að lesa um það í hagskýrslum. Ég skal viðurkenna, að það er hægara sagt en gert, en það er ekki ókleift, og til þess að spara þeim tíma, sem vilja nú, eða að afloknu námi, setja sig inn í þessi mál, skal ég með ánægju veita ykkur þær leiðbeiningar, sem ég hef þegar safnað, ef þið komið til mín í skrifstof- una í Hótel Heklu við Lækjargötu. Söfnun upplýsinga um störfin, sem unnin eru í landinu, er þó aðeins und- irbúningur undir starfsleiðbeiningar. Aðalstarf ykkar er að athuga nákvæm- lega nemendur ykkar, gera ykkur ljóst, Iivað þeir geta og livað þeir geta ekki, og benda þeim síðan á að kynna sér þau störf, sem þið treystið þeim til, og útvega þeim aðgang að stöðunum, þar sem þau eru unnin, svo að þeir fái a. m. k. einhverja nasasjón af, hvað um er að ræða. Á þennan hátt getið þið að nokkru leyti komið í stað foreldranna, sem kenndu sveitadrengnum störfin, sem ein kynslóð kenndi annarri svo öldum skipti. Ég minntist áðan á, hversu mikils virði það væri að Ieggja smælingjunum lið. Þetta má ekki skilja þannig, að ég telji einskis vert að þeim betur gefnu sé einnig leiðbeint, eftir því sem kost- ur er á. Ég vil einmitt geta þess, að ég tel mjög misráðið, hversu lítið er gert fyrir þau börn, sem skara í raun og veru fram úr. Allir, sem fengizt hafa við greindarmælingar, og raunar vel- flestir kennarar, munu vita, að venju- leg bamaskólakennsla er alltof mikið léttmeti handa greindustu börnunum, þótt hún sé alltof strembin fyrir þau vitgrönnustu. Við erum þannig alltaf að syndga gegn útvörðum mannlegrar greindar, nefnilega fávitanum í neðri endanum og þeim afburðagreindu í hinum. Prófessor Edgar Rubin, sem er eini heimsfrægi norræni sálfræðingur- inn, sagði að kennsla sú, sem afburða- greind börn fengju, væri sama sem sukk með andlega dýrgripi, þar eð hún þroskaði þau alls ekki, eins og þau ættu heimtingu á. Takist ykkur í starfi að haga kennslu ykkar, eða öllu held- ur fræðslu- og uppeldisáhrifum, þann- ig, að hver lítill einstaklingur fái að njóta sín hjá ykkur, hafið þið unnið mikið og gott starf, sem aldrei yrði of- þakkað. Þið gætuð nú með fullum rétti spurt mig, hvort þetta sé þá öll vinnusál- fræðin, hvort hún sé ekki annað en hugleiðingar um, hvað kennarar geti gert. Því er fljótsvarað, að hún er annað og meira, en hitt er jafnvíst, að án að- stoðar kennarastéttarinnar næst aldrei fullkominn árangur. Ég skal nú geta að nokkru, hvernig sálfræðingar vinna að starfsleiðbeiningum. Þar sem þessi mál eru komin í nokkurn veginn við- unandi horf, er það mjög algengt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.