Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 49
HEIMILI OG SKÓLI
93
Yerður unnt að forðast vanskapanir?
Vart mun nokkur ógæfa verða for-
eldrum þyngri raun en sú að eignast
vanskapað barn. Það er ömurlegt að
sjá fávita eyðileggja heimilislífið, átak-
anlegt að sjá barn fæðast blint eða
heyrnarlaust, svo að það verður þá
jafniramt mállaust og næsta raunalegt
að sjá barn fæðast með hjartað svo
vanskapað, að þegar það fer að ganga,
blánar það af áreynslunni við að
hlaupa yfir stofugólfið. Þetta eru þær
vanskapanir, sem algengastar eru, en
auðvitað eru missmíðin miklu fleiri,
þótt ekki séu þau öll jafn alvarleg. í
nýrum eru þau t. d. tiltölulega algeng,
svo að læknirinn þarf ávallt að reikna
með þeim möguleika, að annað nýrað
Unglingareglan hefur ekki haft
neinn sérstakan hátíðisdag. Afmælis-
dagur hennar, 9. maí, er ekki heppi-
legur til hátíðahalda, því að þá standa
próf yfir í flestum skólum. En síðast-
liðinn vetur var haldinn hátíðlegur í
barnastúkunum fyrsti sunnudagur í
febrúar, — sem þá bar upp á 3. febrú-
ar. Minntust barnastúkurnar þessa
dags á ýmsan hátt, og er ætlunin
að svo verði framvegis.
Fyrir áhrif þessara viðsjálu tíma er
allmikið af íslenzkri æsku ofurselt tó-
baks- og áfengisnautn á mismunandi
stigi. Þetta er sorgleg staðreynd. Gegn
þessu böli vinnur Unglingareglan
markvisst. Hún vinnur starf sitt á
kristilegum grundvelli. Takmark
hennar er: Heilbrigð, bindindissöm
ícska.
vanti eða sé ónýtt, því að um það bil
einn af hverjum 200 hefur verulega
vansköpun á öðru eða báðum nýrum.
Til skamms tíma hafa menn ekki
vitað nein ráð til þess að koma í veg
fyrir vanskapanir né heldur til þess að
bæta úr þeim. En á síðustu árum hef-
ur dálítil skíma borizt í þennan
dimma kafla læknisfræðinnar.
Fyrir 10 árum tók ástralski læknir-
inn Gregg eftir því, að konur, sem
fæddu blind börn, höfðu fengið rauða
liunda snemma á meðgöngutímanum.
Síðan hefur komið í ljós, að hjartað
getur vanskapazt og eyrað eyðilagzt
með sama móti, svo að barnið verður
heyrnarlaust og mállaust. Eins og
kunnugt er, þá eru rauðir hundar tal-
inn svo meinlaus sjúkdómur, að ekki
sé ástæða til að taka hann neitt alvar-
lega. En ef þessi meinlausa sótt getur
valdið svo alvarlegum vansköpunum,
hvers mætti þá ekki vænta um þá, sem
meiri eru og ganga nær sjúklingnum?
Rauðir hundar stafa af virus, sem get-
ur smogið æðar fylgjunnar og þannig
borizt til fóstursins. Margar aðrar sótt-
ir stafa af virus, sem vitanlegt er að
geta borizt sömu leið, svo sem hettu-
sótt, mislingar og hlaupabóla. Verið
gæti að virus, sem veldur alvarlegri
sjúkdómi, geri út af við fóstrið, svo að
konunni leysist höfn, og að hún losni
þannig við að eignast vanskapað barn,
en að meinlítið virus, eins og það, sem
veldur rauðum hundum, valdi vægri
sýkingu í fóstrinu, sem það getur lifað
af, en skilji eftir sig missmíði.