Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKOLI 51 Jón Þ. Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki sjötíu ára ★ Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á Sanðárkróki, er fæddur að Háagerði á Skagaströnd 15. ágúst 1882. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi í Háagerði og síðar á Heiði og Veðramóti, og Þorbjörg Stefánsdóttir frá Heiði í Gönguskörðum. Voru þau hjón alkunn að dugnaði. Björn var hreppstjóri og sýslunefndar- maður í Skarðshreppi, en Þorbjörg kona hans var systir þeirra Sigurðar prests í Vigur og Stefáns skólameistara, sem báðir voru þjóðkunnir menn á sinni tíð. Veðramótsheimilið var jafnan fjöl- mennt, og voru börnin mörg og mann- vænleg. Teódór Friðriksson segir frá því í ævisögu sinni „í verum“ að þegar hann bjó á Mosfelli í Gönguskörðum, var hann tíður gestur á Veðramóti. Virtist honum börnin vaskleg, og þó einkum Jón, sem þá á unga aldri hafði mikinn áliuga fyrir bókmenntum og var ritstjóri að sveitarblaði, sem Fjall- fari nefndist. }ón bað Teódór að skrifa í blaðið, og varð það til þess, að Teó- dór hóf að rita skáldsögur sínar, og birtust þær í Fjallfara. Jón ólst uþp á heimili foreldra sinna til 15 ára aldurs, en þá fór liann í Möðruvallaskóla og lauk þar prófi eftir tveggja vetra nám, árið 1899. Hlaut hann fyrstu einkunn. Næstu árin sex var Jón við kennslu- störf í Skarðshreppi og á Sauðárkróki. Mun hann þá hafa afráðið að gera kennsluna að lífsstarfi sínu og afla sér meiri menntunar. Þá var einnig hafin nokkur hrevfiner O y O í þá átt, að stofna kennaraskóla í Reykjavík, þó að framkvæmdir drægj- ust á langinn. Jón mun hafa ætlað sér í þann skóla, ef stofnaður yrði. En þegar þeirri skólastofnun seinkaði, ákvað hann að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.