Heimili og skóli - 01.08.1952, Qupperneq 7
HEIMILI OG SKOLI
51
Jón Þ. Björnsson
skólastjóri
á Sauðárkróki
sjötíu ára
★
Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á
Sanðárkróki, er fæddur að Háagerði
á Skagaströnd 15. ágúst 1882.
Foreldrar hans voru Björn Jónsson
bóndi í Háagerði og síðar á Heiði og
Veðramóti, og Þorbjörg Stefánsdóttir
frá Heiði í Gönguskörðum.
Voru þau hjón alkunn að dugnaði.
Björn var hreppstjóri og sýslunefndar-
maður í Skarðshreppi, en Þorbjörg
kona hans var systir þeirra Sigurðar
prests í Vigur og Stefáns skólameistara,
sem báðir voru þjóðkunnir menn á
sinni tíð.
Veðramótsheimilið var jafnan fjöl-
mennt, og voru börnin mörg og mann-
vænleg.
Teódór Friðriksson segir frá því í
ævisögu sinni „í verum“ að þegar
hann bjó á Mosfelli í Gönguskörðum,
var hann tíður gestur á Veðramóti.
Virtist honum börnin vaskleg, og þó
einkum Jón, sem þá á unga aldri hafði
mikinn áliuga fyrir bókmenntum og
var ritstjóri að sveitarblaði, sem Fjall-
fari nefndist. }ón bað Teódór að skrifa
í blaðið, og varð það til þess, að Teó-
dór hóf að rita skáldsögur sínar, og
birtust þær í Fjallfara.
Jón ólst uþp á heimili foreldra
sinna til 15 ára aldurs, en þá fór liann
í Möðruvallaskóla og lauk þar prófi
eftir tveggja vetra nám, árið 1899.
Hlaut hann fyrstu einkunn.
Næstu árin sex var Jón við kennslu-
störf í Skarðshreppi og á Sauðárkróki.
Mun hann þá hafa afráðið að gera
kennsluna að lífsstarfi sínu og afla sér
meiri menntunar.
Þá var einnig hafin nokkur hrevfiner
O y O
í þá átt, að stofna kennaraskóla í
Reykjavík, þó að framkvæmdir drægj-
ust á langinn.
Jón mun hafa ætlað sér í þann skóla,
ef stofnaður yrði. En þegar þeirri
skólastofnun seinkaði, ákvað hann að